Glæsilegt afrek. Ekki er hægt að segja annað en að ótrúlega vel hafi tekist til hjá flugmönnum Jodel vélarinnar sem lentu í því óheppilega atviki að missa hluta af öðru skrúfublaðinu yfir Skarðströnd fyrir helgina. Má þakka aðallega mikilli þjálfun í neyðarviðbrögðum hversu vel lendingin tókst enda kemur fram í grein MBL að þeir hafi mikla reynslu af lendingarkeppnum. Hér sýnir það sig greinilega hversu mikilvægt er fyrir okkur flugmenn að vera vel að okkur í neyðarviðbrögðum þar sem þeir þurftu bæði að lenda vélinni án alls afls og að ofrísa vélinni til að stöðva skrúfuna. Hægt er að fullyrða að skjót viðbrögð hafi bjargað þeim þar sem hið gríðarlega og síbreytilega gagnátak sem myndast á mótorinn gæti auðveldlega rifið hann af festingum sínum og þeitt honum í gegn um cowlinguna, en eins og hægt er að ímynda sér fæst ekki við mikið ráðið þegar þyngdarpunkturinn færist aftur fyrir öll mörk eins og mundi gerast við slíkar aðstæður og er augljóst að maður hefur ekki margar sekúndur til að átta sig nákvæmlega á því hvað hefur gerst og taka viðeigandi ráðstafanir líkt og þeim tókst svo glæsilega.

Það er allavega alveg á hreinu að ég ætla aðeins að glugga í “Emergency” kaflan í manualinum mínum fyrir næsta flug og skella mér svo út í suðursvæði í smá upprifjun á neyðarviðbrögðunum….

Kveðja,
gts