Læt þetta fylgja, en þetta er svar mitt til eins sem vara að spyrja út í þetta.
Ég veit ekki fyrir víst hver eyddi þessu út. Skv því sem hefur verið skrifað, er það grizzly, en ég hef svo sem ekkert fyrir mér í því. ég og hann erum þeir einu sem hafa verið virkir hérna, þannig að sá þriðji sem var stjórnandi hérna er ólíklegur, og ég veit að það var ekki ég, enda oft líst skoðunum mínum á því að eyða út greinum og svörum hérna.
Það er vefstjóri sem “afstjórnendar” okkur, og ég hef ekkert heyrt frá honum, hvað hann ætlar að gera í framhaldinu.
Ég held reyndar að það hafi verið rétt hjá honum að taka okkur alla út, því hann er kannski eins meðvitaður um umræðuna hérna undanfarið, þannig að kannski þarf hann að skoða þetta eitthvað betur til að vera viss.
Það er í raun einginn stjórnandi hérna í augnablikinu, en ég veit að það er einn strákur/maður sem er ritstjóri, og er hann í rauninni stjórnandi á öllu´m áhuamálum, og hann fer reglulega í gegnum allar greinar sem bíða ósamþykktar. hversu reglulega veit ég ekki, en hann ætti amk að geta samþykkt greinar sem bíða samþykkis.
Það sem ég veit, er að eitthvað þessu líkt þurfti að gerast, því þetta var komið út í rugl. Að vísu ekkert ánægður með að missa réttindin, en vonandi fæ ég þau aftur, en vonandi að það verði amk sátt um þetta í framhaldinu, þ.e. fundin verði lausn sem gerir það að verkum að menn geti í alvörunni skipst á skoðunum um ALLT og alla skóla :) hérna.