Komiði öll sæl!
Eins og áður hefur verið talað hér um á huga þá eru komnir á markaðinn nýir mótorar sem ganga fyrir hinu margróðmaða JET A1 fueli en mótorar sem eru nú í notkun ganga fyrir Aviation 100 LL fueli. Með þessum nýju jet a1 hreyflum gerir það einkaflugmönnum að margfalda flugþol venjulegrar cessnu 172 en ef notað er 100 LL. Nú nýverið var grein hér um að fækka eigi 100 LL stöðum á landinu og því spyr ég hvort að einhverjir ætli ekki að fá sér svona mótor næst þegar um han verður skipt? Hvort að eignarfélög ein og Geirfugl sem þarf eflaust að skipta oftar um mótora en þessi týpísku eignarfélög hugsi sér ekki gott til glóðarinnar því að JET A1 er mun ódýrara en 100 LL og auk þess eyða þessir mótorar miklu minna eldsneyti og alt þetta stuðlar að lægri rekstrarkostnaði og þennig lækkun á tímanum!