
Enn furðulegri eru þó viðbrögð Flugmálastjórnar. Þarna er um skýrt brot á reglum að ræða. Farþegar sem áttu pantað flug með Jórvík eru sendir með vélum sem eru á flugrekstrarleyfi Flugsýnar sem kennsluvélar. Til að bregðast notar FMS nýju fínu loftferðalögin, sem voru samþykkt fyrir rest, og gefur út “rekstrarfyrimæli”. Þessi rekstrarfyrirmæli eru ekkert annað en árétting “notið áætlunarvélar í áætlunarflug”.
Hvað ætlar FMS að ganga langt í þessu ? Koma líka rekstrarfyrirmæli til flugrekanda “ekki hafa of marga farþega í vélunum”, “látið bara atvinnuflugmenn fljúga”, “Hafið nóg eldsneyti um borð” og “ekki klessa á fjöll”. Svo þegar allir eru orðnir vanir að fara eftir þessum sjálfsögðu fyrirmælum er hægt að búast við alls konar geðþóttafyrirmælum.
Að sjálfsögðu á að stoppa þessa framkvæmd hjá Jórvík, en ég get ekki séð að það þurfi einhver sérstök fyrirmæli um það. Ef að flugfélag hefur ekki flugvélar fyrir sína farþega á það ekki að fá að halda flugrekstrarleyfi.
Kristbjörn