Nú er svifflugið að hefjast fyrir alvöru. Formleg kennsla Svifflugfélags Íslands á Sandskeiði hefst í kvöld 28 maí. Þá verður kennt og flogið öll kvöld á virkum dögum þegar viðrar. Miðað er við að flug hefjist kl. 19.00. til 22.30 Á sama tíma er hægt að fara í kynningarflug. Bara að mæta og sjá til hvort mikil biðröð er. Kynningarflug kostar kr. 3.600. Nú er bara að fljúga sem mest. Hvað er betra en að svífa í mjúku loftinu og heyra aðeins hvininn frá vindinum?
Þetta er nokkuð góð spurning, en fer auðvitað eftir því hvort þú ert með hreyfil eða ekki. :-) Annars vil ég hvetja alla flugmenn og flugáhugamenn til að prófa svifflug. Það er æðislega gaman og er virkilega góð æfing fyrir “mótor” flugmenn. T.d. hafa þeir bara eina tilraun til að lenda. Það er ekki hægt að “púlla upp” og að hætta við lendingu á svifflugu. Svo eru líka sorglega fáir einkaflugmenn, og atvinnuflugmenn reyndar líka, á íslandi sem hafa prófað að fljúga með pinna. Það er miklu betra en að hanga á “hrútshornunum”. Prófið svifflug, þið verðið reynslunni ríkari og það er okkur öllum hollt að skoða aðra geira flugsins innan frá.