
Flugfélagið Geirfugl var stofnað þann 27. maí 1997 af 6 ungum og upprennandi einkaflugmönnum. Nú er barnið orðið fimm ára, og var haldið upp á það með miklum látum á laugardaginn (kosninga- og Eurovisiondaginn). Skýli 24 var lagt undir fagnaðinn sem samanstóð af grillveislu, myndasýningu, ræðuhöldum og verðlaunagetraun.
Það var mikill kraftur í fólki enda er verið að fjölga í félaginu, og eru Geirfuglar nú orðnir um 115 talsins.
Næsti stórviðburður Geirfugls verður Sumarhátíðin á Hellu 2002, sem áætluð er helgina 6.-7. júlí. Að sjálfsögðu eru allir flugáhugamenn velkomnir í heimsókn.
Áfram Geirfugl !
Kristbjörn