Brautinni í Húsafelli breytt
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum verður flugbrautinni í Húsafelli breytt á þann vega að eystri endinn mun færast sem nemur brautarbreiddinni til suðurs og brautin snúast í samræmi við það. Brautin verður þar að auki lengd um 300 metra eða upp í 1000 metra. Þetta er frábært framtak hjá eigandanum og á hann lof skilið fyrir. Bæði verður minni hætta vegna ferils yfir hús og auðvitað er lengri braut minna takmarkandi. Það eina sem þarf sérstaklega að hafa í huga er vindátt vegna niðurstreymis af fjöllum ef flugtak er til austurs. Þessi framkvæmd tengist lítilli virkjun sem stendur til að reisa. Tímasetning er hins vegar ekki á hreinu. Fylgist því vel með í sumar. Meira svona!!!