Jæja þetta var skemmtileg skoðanakönnun, hver hafi gert mest fyrir einkaflugið á síðustu árum. Ef við tökum þessa herra menn eftir röð og ræðum um þá.
1. Arngrímur Jóhannsson. Í forsvari fyrir Flugmálafélag Íslands jú þá hefur hann gert þó nokkuð en þá hafa aðrir í því félagi eins og t.d. Tyrfingur gert mjög mikið fyrir einkaflugið.
2. Ottó Tynes. Verið mjög sjáanlegur og auðvitað mjög skemmtilegur karakter og einnig góður kennari. Jú hann hefur gert þó nokkuð.
3. Björn Thorodsen. Hefur gert mikið með því að mæta á allar helstu kepnir og flughátíðir í fluginu.
4. Sigurður Helgason. Einfalt mál ekki sést.
5. Þorkell Guðnason. Var mikið sjáanlegur hér á árum áður en staflar nú Hawk (TF-EXP) og Citabría í stafla í skýlinu hjá sér en meira sést af Musso o.fl. en að skýlið hans tilheyri einhverju sem tengist fluginu.
Jú þessir menn fyrir utan Sigurð Helgason hafa allir gert eitthvað fyrir einkaflugið og ber það að þakka. En ef ég ætti að nefna einhvern eða einhverja sem í dag eru að gera eitthvað fyrir einkaflugið þá er það sennilega Geirfugl sem klúbbur. (ég er ekki félagi). En ég get ekki fundið neinn einstakling í dag.
En hvað finnst ykkur um þessa herra menn?
kv. hawk