Hér er verið að tala um þá STAÐREYND að vélarnar hafa verið auglýstar í Lögbirtingi á uppboði þann 16 mai 2002. Þannig að hér er um allt annað mál að ræða, það er engar óstaðfestar sögusagnir.
En hitt er annað mál að Flugskóli Íslands hefur verið gagnrýndur hér fyrir sína starfshætti og vissulega hefur sumt af þeirri gangrýni átt fullan rétt á sér, þó sumt hafi ef til vill verið skot yfir strikið, og stjórnendur hér á huga verða að passa sig þegar þeir eyða svörum´.
En sum þeirra svara en þó ekki öll hefðu átt rétt á sér.
því að þau voru ekki skemmandi né meiðandi heldur lýstu eingöngu viðskiptum tiltekinna aðila víð Flugskóla Íslands.
Mín viðskipti við Flugskóla Íslands hafa alltaf gengið snuðrulaust fyrir sig en hef ég þó orðið var við skrítna viðskiptahætti og furðulega túlkun Flugskóla Íslands á lögum um Flugskóla Íslands.
Þar sem kemur skírt fram að Flugskóli Íslands skuli leitast eftir samstarfi við aðra flugskóla.