b52:
Alltaf gaman að rökræða við menn sem setja caps-lock á og segja KJAFTÆÐI við skoðunum manns, þetta kyndir undir málefnanlegri umræðu.
Ég viðurkenni það fúslega að ég hef litla reynslu í flugi, en það breytir ekki því að ég get haft mína skoðun á aðfluginu að 19, og ég held að hún sé ekki KJAFTÆÐI. Mín skoðun er sú að ég vildi frekar missa mótor í öllum öðrum aðflugum en að 19. Þar af leiðandi finnst mér óþægilegt aðflugið að 19.
Rökin fyrir því að flugvöllurinn eigi að vera í miðbænum:
1) Miðsvæðis
Fyrir hvern?? Miðsvæðis fyrir miðbæjarrotturnar?? Miðbærinn er ekki miðsvæðis.
2) 50km til að sækja flug
Okey, ég tek rökunum þegar um er að ræða innanlandflug, það er svoldið skítt að þurfa að keyra í 40mín (ef við förum til BIKF með innanlandsflugið) til að flúga í 20 mín til Vestmannaeyja eða hvað það nú er langt.
Fyrir einkaflug þá er ég ekki að tala um 50km keyrslu, ég er að reyna að færa rök fyrir því að hægt sé að finna stað í _nágreni_ Reykjavíkur, eins og þú minnist á.
Rök skyhawks:
1) Sem varaflugvöllur.
Ef það er ekki pláss á Akureyri og Egilsstöðum fyrir flugleiðavélarnar þá eru það rök fyrir því að við þurfum BIRK. Er það annars rétt? Ef flugleiðavélarnar eru að koma inn og BIKF er lokaður, er þá ekki pláss fyrir þær á BIAR og BIEG???
En veðurfarslega séð, þá gerist það sjaldan að BIKF lokist og BIRK er opinn. Það er ekki að ástæðulausu sem BIEG er official varaflugvöllur Flugleiðavélana.
2) Af því að það er búið að eyða svo miklum peningum í BIRK.
Væntanlega úreldast þessar miljónir nokkuð vel á næstu 10-15 árum. Það er örugglega búið að reikna þetta allt saman út, til að finna út arðsemi flugvallarins á næstu 10-15 miðað við fjárfestinguna.
3) Það er svo stutt fyrir erlenda túrista í miðbæinn
Ég efast um að erlendir túristar setji fyrir sig 30-40 mín ferðalag í bæinn eftir að hafa flogið hingað.
4) Sjúkraflug
Já sjúkraflug eru rök fyrir því að hafa BIRK.
Ég er ekki en búinn að sjá rök fyrir því að hafa einka-og kennsluflug í miðbæ Reykjavíkur.
Sjúkraflug og atvinnuflug já kannski, nokkur rök fyrir því.
Með og á móti BIRK ;-)
Eureka