Í íslenska flugheiminum eru starfandi fjölmörg áhugamannafélög og klúbbar. Starfið í hverju félagi er yfirleitt borið uppi af fámennri stjórn. Þessar stjórnir í fluginu hafa mátt sæta þó nokkru mótlæti í gegnum tíðina frá félagsmönnum sinna félaga. Yfirleitt eru félagsmenn að kvarta yfir lélegu starfi stjórnar og að lítið sé gert til þess að efla samstöðu og félagsstarf fyrir félagsmenn.

Flestar þessar stjórnir hafa nóg að gera, og má benda á það að um áhugamannafélag er að ræða og að menn vinna stjórnarstörfin í sínum frítíma.
Menn eru mis duglegir við að borga sín félagsgjöld, en það þykir segja sig sjálft að menn fá lítinn munað fyrir lítinn aur !
Menn geta kvartað yfir því sem að lélegt þykir, en eru þó ekki tilbúnir í að standa undir sömu hlutum sjálfir og því lendir vinnan alltaf á sömu fáu einstaklingunum !


Félag getur aldrei orðið betra en félagarnir sem í því eru.



Þeir sem að ekki vilja svara hér á huganum geta sent tölvupóst til Flugmálafélags Íslands á fmi@flugmalafelag.is