Í forystugrein Morgunblaðsins í dag (2.03.2002)(http://www.mbl.is/mp/go/morgunbladid/?mm=mo gginn/leidarar.html)er talað um flugatvikið við Gardemoen og þar fer höfundur (Ritsjóri?) mikinn. Þar krefst hann þess að talsmenn Flugleiða skýri fyrir almenningi alla þætti flugsins frá flugtaki til lendingar, og þá á hann sennilega við fjölmiðla.

Hann minnist á að vélin sé ekki í fullkomnu lagi við brottför frá KEF og krefst skýringa á því. Þar má lesa af leiðarahöfundur heimti og krefjist að allar vélar séu í fullkomnu lagi, sama hvað. Þetta þykja mér furðulegar kröfur og bera þess greinilega vitni að þarna skrifar maður sem hefur ekkert vit á flugi, né neinu því tengt, nema að búa til æsifréttir eins og sést hefur á fjölmiðlum í gegnum tíðina. Hann hefur greinilega ekkert vit á MEL listum og hví þeir eru eins og þeir eru, og tilgang þess að hafa 2 - 3 kerfi að hverju um borð. Í því tilviki sem þarna átti sér stað var eitt af þrem kerfum í vélinni ekki í lagi, en hin tvö voru það. Nú væri gaman ef leiðarhöfundur þessarar forystugreinar gæti svarað hve mörg kerfi hann vildi hafa um borð, og þá hve mörg að þeim í lagi. Eru 10 kerfi nóg? Nei? En 20?
Hvað með ef að eitt sæti er bilað um borð en enginn situr í því. Þá er vélin ekki í fullkomnu lagi og á þá ekki að fara neitt samkvæmt þessari grein.

Öryggi er hvergi meira í í flugi og allt er gert til að rýna í öll atvik sem gerast til að koma í veg fyrir að þau geti gerst aftur.

Krafa Morgunblaðsins er sú að nú skuli setja fjölmiðla í dómarasæti og dæma menn því hér voru mistök gerð. Ekki er nóg að leysa þessi mál í sammvinnu við Rannsóknarnefnd flugslysa og Flugmálastjórn heldur eru það fjölmiðlar sem hafa úrslitavaldið.

Flug í eðli sínu er flókin atvinnugrein og þar eru menn sem búa yfir gríðarlegri sérþekkingu, margfallt meiri en almenningur mun nokkru sinni búa yfir, að ég tala nú ekki um fjölmiðla.

Allir sem koma að flugi á einn eða annan hátt hafa allir sama markmið; að flugferðin verði eins örugg og mögulega er hægt. Þetta veit fólk. Að vera ýja að því að hér sé einhver feluleikur í gangi er út í hött og sæmir ekki stærsta blaði landsins.

Og því spyr ég: Hvað er að því að láta færustu sérfræðinga heims í svona málum finna út hvað gerðist, koma því í lag sem þarna var að og sjá til þess að svona gerist ekki aftur? Hví má það ekki gerast innan flugheimsins og af hverju vilja fjölmiðlar hafa hönd þar í bagga?

Lífið og heimurinn snýst um meira en að selja blöð!!!!
Kveðja