Sælir Huga-flugmenn
Mig langaði aðeins til þessi að athuga hvort að einhverjir vissu hvernig sjálfstýringin í B757 virkar. Mér finnst þetta nefnilega svo ótrúlegar útskýringar sem maður les; Að sjálfstýringin hafi verið stillt of látt (á 2500' í staðin fyrir 4000') og þá hafi vélin bara dregið af afl og næstum “stollað” vélinni.
Er þetta eins og sjálfstýringin virkar? Er hún virkilega svona “heimsk” að hún getur “stollað” vélinni upp á sitt einsdæmi?
Svo finnst mér vanta eitthvað í þessa frásögn, það er talað um að vélin hafa næstum “stollað” í 2500' og síðan að því að virðist nokkrum sekúndum síðan hafi aðstoðarflugstjórinn rifið í vélina púllað einhver 2G í 300'! Hurfum þessi 2200' bara á nokkrum sekúndum?
Og eitt en, á mbl.is frá 24/1 (ég ætla að kópí-peista sama hvað hver segir!):
“Aldrei var hætta á ferðum þegar vél Flugleiða hristist og skalf skömmu fyrir lendingu í Gardemoen í Noregi á þriðjudag, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi flugfélagsins. Hann segir vélina hafa verið að fljúga í 1000 feta hæð í gegnum ský þegar flugmönnum þótti ekki samræmi í mælingum tækja og kringumstæðum. Þess vegna hafi flugmennirnir hætt við aðflugið, ”rifið vélina upp“ og flogið einn hring áður en þeir lentu henni. ”
Hver laug að Guðjóni?? Er flugmennirnir að segja ósatt eða hvar fær hann þessi 1000 fet? Er þetta eitthvað auglýsingatrikk eða hver er að reyna að hylma yfir hvað hérna??
Með von um að einhver geti varpað ljósi á þetta mál,
Eureka