JÆJA!
Já ég segi jæja eða kannski ætti ég að segja æji. Ég hef nefnilega verið að lesa greinina “á hvolfi í borgarfirði” og svörin sem menn senda inn. Menn voru farnir að munnhöggvast yfir verði milli samkeppnisaðila á íslenskum flugnema-markaði, og mér hugkvæmdist því að slíta þá umræðu í sundur og byrja með nýja grein. Ég er sammála Otra um að umræðan var orðin svona “Séð og Heyrt” kennd, og virði þá skoðun Kristbjarnar að endurnýja eigi flotann að miklu eða öllu leyti, eins og hann hefur skrifað svo oft um hér á huga. Otri bendir á að fyrirtæki og einstakklingar séu ekki undir sama hatti þegar um gagnrýni er að ræða, og er ég því sammála, en bendi jafnframt mönnum á að á bakvið flest fyrirtæki eru einstakklingar.
Ég hef tekið nokkrar rimmur (ef svo mætti kalla) hérna á Huga við þá sérstaklega Kristbjörn og Otra, sem mér hefur fundist gaman að því að yfirleitt alltaf hafa þær verið málefnalegar og skemmtilegar. Menn hafa sagt sýna skoðun á hinum ýmsu málum og það er alltaf svo að sitt sýnist hverjum. Hinsvegar er ég nokkuð svekktur yfir því þegar menn kasta fram óvönduðum og illa stafsettum orðahnyttingum t.d. eins og B52 lét frá sér fara í andsvari sínu í grein næstu grein á undan:“Vær ekki nær að hafa námskeið á 747 heldur en 737 ég meina atlanda er að gera það gott;”
og svona gæti ég lengi haldið áfram. En það er ekki meiningin.
Mig langar að benda mönnum (allavega einhverjum) á að þegar um verðmismun er að ræða er nú yfirleitt verið að tala um eithvert mismunandi þjónustustig - hvað svo það sem nú er. Flugskóli Íslands var stofnaður til að annarst flugkennslu á Íslandi og koma þannig undir sama þak bóklegri og verklegri kennslu til allra réttinda, en eins og einhverjir muna að þá rak ríkið skólann sem sá um CPL/IR og ATP bóklega hlutann fyrir ekki svo mörgum árum síðan, þannig að FÍ var stofnaður og til eru lög frá Alþingi um Flugskóla Íslands.(bara svona ryfja upp söguna).
Hinsvegar er það svo að ef einhverjir treysta sér til að reka flugskóla og selja flugtíma ódýrara heldur en FÍ að þá er það gott og blessað því þetta er jú frjáls markaður. Ég er ekki sammála um að græðgi og gróðahugsjón ríki með verðmismun, öðrufremur myndi ég telja að ef FÍ myndi lækka verðin sín til jafns við það sem gerist annarsstaðar væri það til að bæla niður samkeppni á markaðnum og það sýnist mér ekki vera til að tefla hjá þeim.
Kveðja Fred Watts