Hæhó Hugarar! Smog er mættur til leiks, reykspólandi bandvitlaus. Ég sá mig tilneyddan til að skrá mig inn því mér blöskrar það hvað margir af greinaskrifurum eru skelfilega illa skrifandi. Þó tók nú steininn úr þegar ég fór að lesa grein frá fredwatts þar sem hann gerir nett grín að sínum mótherjum á þessum síðum. Þar talar hann t.d. um “einstakklinga”, og á þar sjálfsagt við einstaklinga og hann “ryfjar upp” í stað þess að rifja upp. Þetta kallast að kasta steinum úr glerhúsi. Hvernig væri að dusta rykið af stafsetningarorðabókinni og fara að vanda sig svolítið við greinaskrifin? Mér finnst svo sárt að sjá hvernig er komið fyrir málinu okkar.
En, nú er ég búinn að grenja nóg í bili, ég get líka talað um flug, er sjálfur flugmaður og lenti í frekar óskemmtilegri reynslu í dag. Var kominn á langa lokastefnu 01 og rétt á undan mér var 757 frá Fugleiðum sem fékk að taka low pass yfir 01. Turninn bað mig að taka hring vegna vængendahvirfla, og ég var búinn að beygja nokkrar gráður þegar ég lenti í hvirflunum! Fékk hörku högg á vélina, stýrin slógust nánast úr höndunum á mér og headsettið skekktist á hausnum. Væntanlega var mesti krafturinn úr hvirflunum en þetta var nógu mikið til þess að gera mig ansi smeykan. (Ég fór í báða hvirflana.)
Langaði bara aðeins að deila þessu með ykkur:)
Bless í bili!!