Afhverju er dýrara hjá FSÍ heldur en Flugsýn?
Ein af ástæðunum (sést í verðskrá) er sú að laun kennara eru skorin við nögl hjá Flugsýn og kennarar þeirra hafa ENGANN kjarasamning og er neitað um að ganga í stéttarfélag á borð við FÍA. Bara þetta er um 60 þúsund á einkaflugpakka. Flugsýn tekur 2000 kr. á tímann fyrir kennara og sennilega fær kennarinn um 1300-1500 kr af þessu (hærri talan líklegri, þar sem ekki þarf að greiða ýmis launatengd gjöld þar sem ekki þarf að greiða í sjúkrasjóð, ekki eru kjarasamningsbundnar greiðslur í lífeyrissjóð og fleira) og restina tekur skólinn í gjald fyrir útleigu á kennaranum (notað í ýmsann kostnað).
FSÍ tekur 3300. á tímann fyrir kennara, þar af fær kennari um 2200kr, FSÍ tekur sennilega um 300-500 kr. og restin fer í launatengd gjöld (lífeyrissjóður, betri tryggingar, félagsgjöld og fleira). Engin launatrygging, yfir vetrarmánuði geta kennarar farið niður fyrir 30 tíma í fullri vinnu (það eru ekki margar krónur…)
Kennari má ekki fljúga meira en 100 tíma á mánuði samkvæmt JAR (mundu að kennarinn þinn er yfirleitt kominn fyrir tímann, tekur briefingu og er á svæðinu til að aðstoða þig með vandamál sem upp geta komið. Það er ólaunað, en þó er farið að rukka fyrir Langar briefingar, kennari hjá Flugsýn á að gefa þessa vinnu, semsagt 100 tímar + yfirseta + bið + tímar sem falla niður= mikil vinna) og allt yfir 70 tímar er í raun heldur mikið. Kennari hjá FSÍ getur því haft í góðum mánuði (70 tímar) um 154þúsund krónur fyrir skatt, Flugsýn um 105 þús. Starfsmaður í Bónus getur auðveldlega farið yfir 200 þús.
FSÍ reynir að hafa starfsmenn (t.d. afgreiðslu flugdeildar) til að auðvelda nemum lífið, og hafa boðið upp á tölvu og internet aðgang (undir handleiðslu kennara).
Styrkir frá ríkinu….. FSÍ er skyldaður til að hafa aðskilið bókhald fyrir ATPL og PPL, ríkisstyrkir mega bara fara í ATPL deildina, það er fylgst með þessu. Aðrir skólar gætu ekki kennt ATPL verklegt og þar sem FSÍ þarf að hafa flugflota fyrir þá kennslu væri fásinna að nýta ekki vélarnar í PPL kennslu og halda þannig uppi nýtingu á vélunum (ATPL dæmið héldi ekki vélunum fljúgandi allt árið). Þar fyrir utan auðveldar það mikið að fá nemanda í atvinnuflugnám ef auðvelt er að nálgast upplýsingar um allt fyrra flugnám hans.
Mín skoðun er sú að þeir sem ætli bara að læra einkaflug eigi að kynna sér skólana vel, allir hafa þeir sína kosti og galla:
FSÍ getur verið soldið stofnanalegur, en hefur
vélar og kennara sem ættu að tryggja að hægt sé
að keyra námið á þínum hraða + reyndir kennarar á öllum stigum námsins.
Helgi Jóns: Fáar flugvélar, ef bilun kemur upp þá
getur dæmið stoppað í smástund. Lítill og lókal
staður, getur fengið persónulega þjónustu.
Flugsýn: Lægra verð, flestir kennarar óreyndir, þeir sem hafa reynslu hafa hana aðallega af einkaflug kennslu og eru þar að auki í fullri vinnu annarsstaðar sem þýðir að þú myndir læra hjá þeim óreyndari.
Geirfugl: Ennþá eldri vélar en annarsstaðar (c-150 kennsluvélar), kennarar almennt reyndir en kenna sem hobbý eða aukavinnu.
Skólarnir bjóða upp á mismunandi hluti, ef ég væri að læra núna og ætlaði að láta staðar numið við einkaflugskírteini held ég að Geirfugl mundi henta mér best. Hinsvegar fyrir þá sem stefna á atvinnuflugnám þá tel ég að best sé að byrja hjá FSÍ og halda sig þar.
Ætli einhver nenni að lesa svona langt?
Frekar þurrt og leiðinleg ekki satt?
Vonandi samt að ef þú ert enn að lesa þá hafi það ekki verið algjör tímaeyðsla.
að lokum :
Davidjohns,
persónuleg mislíkan þin á FSÍ virðist hafa blindað þig á því að allir skólarnir eru bara fyrirtæki sem berjast í bökkum, græðgi kemur kannski inn í málið þegar einhver skólinn fer að skila hagnaði, núna vona ég bara að skólarnir standi af sér samdráttinn.