Skrýtið að fólk skuli frekar vilja rífast um nafnbirtingar en að ræða flugvélar.
Það er merkilegt eins og þið segið að enginn endurnýjun virðist vera að fara af stað hér á Íslandi. Síðustu mánuði hefur verið lægð í öllu flugi eftir World Trade Center, og þess vegna “buyers market” á flugvélum.
Það væri tilvalið fyrir einkaflugmenn yngja upp hjá sér meðan verðið er lágt. Það væri gaman að sjá fleiri vélar yngri en 10 ára en bara MAX.
Með réttri blöndu af samsæriskenningum og getgátum er hægt að giska á hvers vegna íslenskir flugskólar eru ekki að endurnýja flugflotann hjá sér. Auðvitað gætu almenn blankheit líka útskýrt málið.
FÍ: Flugtak á flugvélarnar, Flugskólinn borgar leigu, rekstur og viðhald. Flugtak myndi ekkert græða á yngja upp, þar sem Flugskólinn borgar hvort eð er allan tilfallandi kostnað. Flugtaksmenn stjórna Flugskólanum, og taka hagsmuni Flugtaks fram yfir hagsmuni skólans og nemenda.
Flugsýn: Eigendur hafa hvergi það lánstraust sem þarf til að yngja upp.
Helgi Jóns: ? Hvað ætlar Helgi að gera ? Hann hefur gert mjög góða hluti í gegnum árin, en sjálfsagt er hann að verða þreyttur.
Geirfugl: Flugskólinn er aukabúgrein, flugklúbburinn er aðalatriði (og er með fínar vélar).
Suðurflug: Flugskóli aukabúgrein, FBo aðalatriði.
Akureyri: ? Þeir ættu að geta fengið sér nýlega vél í staðinn fyrir þá sem krassaði í fyrra. Ég veit ekki hvað menn ætla að gera þar.
Þetta er það sem mér heyrist á rampinum. Að sjálfsögðu gæti þetta líka verið tóm vitleysa hjá mér, og óska ég þess vegna eftir leiðréttingum ef einhver veit betur.
Kristbjörn