Veður í flugnámi Mig langar til að spyrja ykkur um það þegar þið voruð í flugnámi(PPL) eða þeir sem eru í flugnámi núna, hvort þið hafið eitthvað fengið að upplifa það að vera í leiðinlegu veðri í loftinu eða svona annað enn kannski alltof CAVOK og Logn. Ég bið alla þá sem lesa þetta að commenta hér fyrir neðan og það væri líka gott ef þið mynduð skrifa hjá hvað flugskóla þið lærðuð og sjá kannski mun á skólum.

Hvað er mesti vindur sem þið munið eftir að hafa verið þegar þið fóruð í flugtíma í flugnámi (PPL) ?. ( ÉG: Ef vindur fór yfir 15Kt var alltaf hætt við flugið )
“Ég fór núna síðasta sunnudagsmorgun BIRK-BIVM-BIRK alla leið var vindurinn 040°/20-25G30Kt, og þetta var ekkert svakalegt, hér video þar sem ég lendi á braut 01 í Reykjavík þar sem vindur var 040°/20-25Kt”.
http://www.youtube.com/watch?v=yHYOUggXqQQ

Eða ef þið fóruð í loftið í leiðinlega veðri eða eitthvað. ( ÉG: Ef að það var ekki skyggni 10+ var ekki farið og aldrei í rigningu )
“Ég fór stuttu eftir að ég lauk flugnáminu núna í sumar frá Haukadalsmelum sem er ekki langt frá Heklu og til Reykjavíkur í OVC012 og rigningu alveg þangað til ég kom inn í austursvæði þar varð aðeins betra”


Ég er ekki að segja neinar hetju sögur af mér, bara svona til samlíkingar að það mætti fara í loftið í aðeins verra veðri. Og svo annað að mér finnst að kennarar ættu að hafa prófað meira þegar þeir kenna þeir segja oft “ÉG HEF HEYRT” sjaldan eða aldrei “ÉG HEF PRÓFAД.


kv. Dashinn
ps. Allir að koma með sögu ;)
“A superior pilot uses superior judgement to avoid situations which might require the use of his/her superior skills”