Sælir

Nú eru flugumferðarstjórarnir komnir með samning til
nokkurra ára, og verða væntanlega til friðs næstu árin.
Samgöngunefnd er að skoða FMS, og ekki er útlit fyrir að nýju
loftferðalögin verði samþykkt á næstunni.

Það er hins vegar ekki allt í góðu gengi. Það virðist
afskaplega lítið vera að gerast niðri á velli. Ég leit niður á völl í
gær, sunnudag. Ég byrjaði í FÍ. Það var ágætis veður, en allar
vélar inni og einn einmana flugkennari á staðnum. Hjá
Geirfugli var lítið að gerast, og allt virtist hálf dautt.

Nú gengur sú saga um rampinn að hjá FÍ sé ekkert nema
dauði og djöfull. Er það rétt skilið að ekki hafi náðst þáttaka í
PPL námskeið í vor ? Er almennt eitthvað líf í Flugskólanum ?
Geirfugl þurfti að fella niður (eða allaveganna fresta) PPL í vor
en mér sýnist Flugsýn ætla að sprikla eitthvað í mars.

Það þarf að breyta þessu ástandi. Ég sting upp á því að
eigendur FÍ (ríkið, Flugleiðir og Atlanta) taki á þessu máli og
kippi hlutunum í lag. Þeir eiga í fyrsta lagi að segja upp
leigusamningunum á öllum þessum C-152 tíkum og kaupa
4-5 nýjar alvöru flugvélar. Ég veit ekki hvaða vél myndi henta
best, en ég hugsa að eitthvað í ætt við Zenith CH2000 (sjá
http://www.newplane.com/) eða eitthvað af nýju evrópsku
vélunum sem eru að koma á markaðinn (þetta þarf ekki að
gerast á morgun). Eins þarf að kaupa alvöru twin og 1-2
góðar 4 sæta vélar.

Í öðru lagi á að rífa gamla turnræksnið og snyrta til á svæðinu.
Flugskólinn gæti komið sér fyrir í Arnarflugs/Íslandsflugs
húsunum, sem liggja miklu betur við lausatraffík en turninn.
Það þarf skilti og bílastæði, ekki kompu falda á bak við
mannhelda girðingu.

Þegar flugskólinn er kominn með mannsæmandi vélar og
húsnæði er svo hægt að fara út í markaðsstarf. Flugvélar
þurfa að fljúga. Það eru einhver hundruð einkaflugmanna
sem ekki hafa haft fyrir því að halda skírteininu við. Bjóða
þeim upprifjunarpakka og leigja síðan flugvélar á góðu verði
(og muna að sýna oft hvað þetta sé miklu ódýrara per
kílómeter en landkrúser). Síðan er vonandi að Geirfugl stækki
og fleiri “geirfuglaklúbbar” rísi til að menn haldi áfram að
fljúga.

Heildarkostnaður við þetta átak þarf ekki að vera nema smá
hluti af fjárfestingu Landsímans í IP-Bell, eða tveir eða þrír
starfslokasamningar símaforstjóra.

Lang best væri auðvitað að einhver af einkareknu skólunum
tæki sig til og fari út í að byggja upp svona alvöru skóla með
góðum vélum og góðri aðstöðu. Það væri gaman ef FÍ gæti
dregið sig alveg út úr flugrekstri. Þeirra lagaskylda er bóklegt
atvinnuflugnám, ekki PPL þar sem nóg er af aðilum með
áhuga og getu til að sinna þessu.

Það hefur ekki verið mikil nýliðun í einkafluginu síðustu árin,
og ég held a hún verði ekki fyrr en hægt er að bjóða fólki upp á
góða aðstöðu og nýlegar, snyrtilegar og umfram allt
traustvekjandi flugvélar á mannsæmandi verði. Athugið að
rekstarkostnaður á nýrri flugvél er yfirleitt mun lægr en á þeim
sem eldri eru. Twin tímar á Íslandi eru svona dýrir m.a. af því
að viðhald á FTN er búið að kosta FÍ gríðarlegar upphæðir.

Kristbjörn