Af vef fia.is

Fyrir utan rökin sem koma fram að neðan, þá getur þetta líka haft neikvæð áhrif á öryggi ef menn eru byrjaðir að flýta sér til að ná inn fyrir kl 23.

“Flugstoðir ohf. hafa nú brugðið á það ráð í sparnaðarskyni að loka Reykjavíkurflugvelli frá kl. 23 á kvöldin til kl. 7 á morgnana. Völlurinn er á þessu tímabili alveg lokaður og ekki hægt að nota hann sem óstjórnaðan. Ef lenda þarf á þessu tímabili þarf að kalla út flugumferðastjóra og kostar það útkall 78 þúsund krónur. Þetta þýðir að rúmur mánuður er síðan hægt var að kenna næturflug sem verður til þess að einhverjir atvinnuflugsnemar ná ekki að útskrifast í sumar og að sjálfsögðu er þetta tekjuskerðing fyrir flugkennara á Reykjavíkursvæðinu.

Þetta er enn einn sparnaðurinn sem kemur niður á flugkennslu sem og atvinnutengdri flugstarfsemi á svæðinu. Fyrir flugrekendur sem lenda í Keflavík þýðir þetta að þeir munu hugsanlega forðast að nýta Reykjavík sem varaflugvöll sem einnig þýðir töluverðan aukinn kostnað.”