Jæja…þið sjáið kannski á síðasta svari mínu að það er skrifað kl 16:58, og ég var að flýta mér að klára það áður en ég fór úr vinnunni, sem var kl 17:00, og því var þetta kannski illa orðað hjá mér, en til að allt sé á hreinu, þá kemur vandaðari útgáfa hérna, ásamt svörum til Socata og Kristbjorn.
Það eru núna stjórnaðir vellir í þremur landshlutum, þar sem KEF og REY teljast líklega til sama landshluta. Auk þessara valla eru Egilsstaðir, sem er í raun titlaður sem aðalvaraflugvöllur í millilandaflugi. Þótt Vestmannaeyjar teljist vart sem millilandavöllur, og þetta var því illa orðað hjá mér, og á því biðst ég margfaldlega afsökunar.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að varavöllur þarf ekki að vera stjórnaður. Flokkun loftrýma, og flugvalla fer eftir þéttleika umferðar, gerð flugvéla og tegund flugs, þ.e. áætlunarflug/ einkaflug, og svo veðuraðstæður og landið sjálft(hindranir). Þessi fimm atriði er það sem helst er haft til hliðsjónar þegar gerð loftrýmis er ákveðin. Þegar þessi atriði eru borin saman, þá er t.d. Akureyri og Egilsstaðir gjör ólík, og Akureyri og Alexander líka.
Egilsstaðir eru með kannski 5 hreifingar á dag, amk sagði hann mér það í turninum þar síðast þegar ég var þar, þar er vítt til veggja, og yfirleitt rólegra veður en t.d. á Akureyri og Alexander.
Ég veit ekki hreifingartölur fyrir Alexander, en get ekki ímyndað mér að þær séu hærri en á t.d. Egilsstöðum. Þar er víðara til veggja en á Akureyri, en Sauðárkrókur er ekki í eins miklu “skjóli” og Akureyri, og því er oft vindasamara þar en á Akureyri segja mér fróðir menn.
Ef þið skoðið Vestmannaeyjar með tilliti til þessara þátta, þá er svo sem vel skiljanlegt að ákveðið hafi verið að hafa þann völl stjórnaðan. Töluverð umferð og mikið veðravíti.
Vonandi kaupið þið núna rökin fyrir því að hafa frekar stjórnað á Akureyri, frekar en Alexander.
Það að það þurfi bara að hafa stjórnaða velli í Reykjavík og í Keflavík er síðan enn meira matsatriði. Þegar tekið er tillit til þess sem áður var ritað, við hvaða aðstæður getur það orsakað vandamál að völlurinn sé stjórnaður samanborið við óstjórnaður. T.d. Í Eyjafirði eru þrír flugvellir. Þar er svifflug, og stundum fallhlífarstökk inn á Melum. Ef við segjum að það sé þoka fyrir sunnan og blíða fyrir norðan. Á góðum degi eru 1-3 eða fjórir fuglar í firðinum, og jafnvel svifflug líka. Þar er áætlunarflug, og þótt þeim stöðum sem flogið er til frá Akureyri, þá er samt einhver umferð. Var náttúrulega meira fyrir stuttu síðan. Ef kemur síðan divert frá keflavík, þá er spurningin: Viltu hafa þetta flug, í það sem mörgum finnst frekar þrönga dal, stjórnað eða óstjórnað?
Ég veit að þetta er ekki svona oft, og eftir að hætt var að fljúga á t.d. Egilsstaði frá Akureyri, þá hafa forsendur fyrir því að hafa völlin stjórnaðan breyst. En mér, kannski út af því að ég er Akureyringur, og tók einkaflugmanninn fyrir norðan, get ekki hugsað mér að hafa þetta öðruvísi. En kannski er það bara ég……