Sælt veri fólkið.
Mig langar til að velta fyrir mér þessar afleiðingar sem yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur í för með sér.
Það leikur ekki nokkur vafi á því að samkomulag verður að nást milli þeirra og ríkis. Nú þegar hefur verið lagt lögbann á beinum verkföllum og yfirvinnubannið er farið að skila sama árangri og verkföllin. Öll umferð til og frá BIRK er í lama-sessi og alþjóðaflugið hangir á bláþræði. Nú í morgun las ég á www.caa.is að í dag 7. feb verða einungis 3 flugtök leifð á klukkutíma og 2 flugtök og lendingar leifð tímann þar á eftir (á BIRK). Allt kennslu og einkaflug nýtur enga þjónustu og verður bannað á meðan þessu stendur.
Það kemur soldið flatt á mann, bara sem áhorfanda, að sjá hvernig aðgerðir flugumferðastjóra eru gjörsamlega að knésetja íslensk Flugmál. Ekki nóg með að flugfélögin séu að tapa milljónum einungis sem þriðji-aðili og geta enga björg sér veitt, þá eru flugfélög utan úr heimi (evrópu og vestanhafs) á nálunum eftir fréttum um hvort hægt verði að fljúga yfir Atlantshafið.
Á þessu tímum þegar útlit flugmála í heiminum er ekki sem best er alveg ótrúlegt að kjaramál séu svona ofarlega á baugi og geta sett svona sterkann svip á “himininn”.
Frá mér; gef ég ríkissáttasemjara og flugumferðastjórum eitt gott spark í rassinn (afsakið orðbragðið) og hvet þá til að komast að lausn á þessu máli sem allara allara fyrst (helst í gær).