Það var pressað á FMS að gefa út kortið einu sinni á ári, og þannig er hægt að réttlæta að hafa tíðnir o.fl. inni á kortinu. Svo er það líka augljóst að það er ekkert mál að gefa þetta út núna á hverju ári þar sem allt er á tölvutæku formi sem er mjög auðvelt að vinna með. Breytingarnar eru ekki það örar. Fyrsta kortið verður prentað 50/50, þ.e.a.s. ekki á einni síðu, og er það gert til að spara og ein ástæðan er líka sú að um er að ræða frumútgáfu. Ætlunin er að seinna verði kortið gefið út á einni síðu, og á bakhliðinni verði fullt af upplýsingum úr AIP og aðrar hentugar upplýsingar. Sem sagt, mjög gott. Ég hvet ykkur til að kaupa kortið, og hæla FMS ef ykkur lýst vel á, það hvetur þá til dáða.