Þegar menn eru að nöldra yfir einhverju er gaman að hafa staðreyndir á bak við sig. Staðreyndin í bensínmálinu er að flugvélabensín er ódýrt á Íslandi.
Flugvélabensín kostar í dag 75 kr./liter á Reykjavíkurflugvelli. Af því er virðisaukaskattur 15 kr., þannig að verð án VSK er 60 kr./liter. Það gera 228 kr./USG eða 2.20 $/USG (eða 2.75 með vaski)
Meðalverð í Bandaríkjunum er frá 2.18 $/USG í Oklahoma upp í 2.73 $/USG í Vermont (samkvæmt AirNav,
http://www.airnav.com/). Ég vil þess vegna halda því fram að álagning olíufélaganna sé ekki stærsta vandamálið í íslensku flugi þessa daganna. Við erum að borga það sama fyrir bensínið og Kaninn, og það eftir gengisbreytingarnar síðasta árið.
Mín kenning er sú að flugtímarnir séu orðnir þetta dýrir vegna þess að rekstarkostnaður íslenskra flugvéla er of hár. Íslenskar flugvélar eru flestar orðnar fullorðnar og rúmlega það, auk þess sem þeim er almennt flogið allt of lítið. Menn ná sjaldan fullum TBO út úr mótorum vegna notkunarleysis, og menn eru að skemma skrúfur og lakk á malarvöllum.
Athugið líka þessar tölur.
Cessna 152, einn tími í kennslu, ca. meðaltalsverð af vefsíðum nokkurra flugskóla:
Bretland 90 pund, 13.000 kr.
Bandaríkin, 60 dollarar, 6.180 kr.
Ísland, Flugskóli Íslands, 9.350 kr.
Það er semsagt ennþá mun ódýrara að fljuga á Íslandi en á Bretlandi, en miðað hvað bensínið er ódýrt hérna ætti það að geta verið á svipuðu verði og í Bandaríkjunum.
Verðhækkunin þegar bensínið fór úr 50 kr. í 75 kr. á litra var löngu orðin tímabær þegar hún loksins kom fram í fyrravor.
Kristbjörn - ætlar ekki að nöldra út í olífélögin