Microsoft Flight Simulator er einn besti markaðssetti flughermir í heimi. Oftast skammstafaður sem M.S.F.S eða F.S. Fyrsti F.S kom á markaðinn árið 1982 og hét hann Microsoft flight simulator 1.0 og komu þeir í eftirfarandi röð eftir það:
* 1982 – Flight Simulator 1.0
* 1983 – Flight Simulator 2.0
* 1988 – Flight Simulator 3.0
* 1989 – Flight Simulator 4.0
* 1993 – Flight Simulator 5.0
* 1995 – Flight Simulator 5.1
* 1996 – Flight Simulator 95
* 1997 – Flight Simulator 98
* 1999 – Flight Simulator 2000
* 2001 – Flight Simulator 2002
* 2003 – Flight Simulator 2004: A Century of Flight
* 2006 – Flight Simulator X
Microsoft fékk 7 verðlaun, m.a fyrir lengstu kynslóð flugherma (Flight simulator) og komust m.a í Guinness world records.
Frá F.S 1.0 til 5.1 gerðist frekar lítið í breytingum (þannig séð). Persónulega finnst mér ´98 og ´04 bestir, kannski ekki grafíkslega séð, heldur hljóð, flugumferð o.fl.
Ég var mjög svekktur með F.S X þegar hann kom, næstum því ári á eftir áætlun. En grafíkslega séð er hann frábær. Næsti F.S er væntanlegur í búðir í lok nóvember 2009 að mér skilst.
Verður lögð meiri áhersla á “ground traffic”, og einnig verður talstöðvasamband raunverulegra.
Einnig verður lögð áhersla á “cabin crew”, sem er breyting. Reiknað með að hann verði u.þ.b 15-18 GB. Verður reynt að leggja meiri áherslu á auðveldari aðgang að “serverum” sem gera manni kleift að fljúga með live flugumferð og live veðri.
Vona að við fáum að sjá 757 sem standard vél, minnir að ég hafi ekki séð hana áður. Þá er allavega mjög langt síðan - gæti verið í ´95. Annars þori ég ekki að fara með það.
Þætti gaman að vita hvað ykkur finnst vera mestu breytingar milli F.S
Vildi bara deila þessu með ykkur. :)