Svifflugið Svifflug hefur vakið áhugia meðal flugáhugamanna árum saman. Að svífa á vængjunum einum er skemtileg og áhugavert.

Eins og allir ættu að vita þá sníst þetta allt saman um að fljúga í uppstreymi. Til eru ýmiskonar
uppstreymi allgengast er þó að maður finni það við fjall þar sem loftið stígur upp með fjallinu. Maður getur jafnvel flogið meðfram fjallinu í langan tíma og hækkað flugið. Þegar komið er yfir fjalið og farið að fljúga hinum megin við það er þá oftast niðurstreymi. Fram af því geta myndast bylgjur kílómetrum saman langt frá fjallinu. Einnig er allgengt að menn fái hita uppstreymi.

Helstu staðir sem góð hagstæði fyrir svifflug eru aðalega þar sem er mikið um fjöll m.a. í Ölpunum
(Sviss, Austurríki, Ítalíu, frakklandi) þar getur einnig verið hlítt og mikil sól á sumrin og að vera að fljúga svifflug þar sem eru fjöll, sól og hiti getur bara ekki verið annað en gott.

Á Íslandi er einnig stundað svifflug. Á tveimur stöðum á landinu, Sandskeyði og Melgerðismelum. Ég sjálfur áhvað að prófa þetta og hef ekki farið úr þessu síðan. Ég flíg á melgerðismelum í Eyjafirði þar sem ég bý á Akureyri.

Það er ekki dýrt að læra svifflug þar sem þær nota ekki eldsneyti. Reyndar eru komnar inn svifflugur sem eru með litlum mótor sem getur farið upp úr skrokk vélarinnar og eru þá með bensíntönkum sem taka ca. 30 lítra.

Vélin sem ég hef verið að fljúga er af gerðinni Grob Twin III SL sem er með skráningarstafi TF-SBT.

Vélin er tveggja sæta og með mótor eins og ég talaði um hér fyrir ofan sem er c.a.40 ha. Þessi vél er aðalega notuð í kennsluflug og ég hef m.a. Annars verið í flugtímum á henni þar sem ég er enn ekki komin með réttindi til að fljúga einn.

Félagið er nú með fjórar flughæfar vélar, Twin-inn, PW-5 og tvær aðeins eldri vélar sem ég er því miður ekki allveg klár á hvaða tegund þær eru. Það eina sem ég veit er að þeir kalla hana “áttuna”

Nú eru allavega tvær vélar niður á Flugsafni Íslands á Akureyrar flugvelli, ein tveggjasæta gömul kennslu vél og önnur enþá eldri sem er þannig smíðuð að maður situr undir berum himni.

Svifflugfélagið á Sandskeyði er reyndar öflugra og stærra félag en ég veit voðalega lítuð um þá. Ég veit að á Sandskeyði er aðeins um það að menn eigi sínar egin vélar utan við klúbbin.

Árleg flugkoma er á Hellu þar sem svifflugu menn keppast um að ná settu markmiði. T.d þríhyrning frá flugvellinum, að áhveðnum punkti til annars og aftur til baka. Í fyrsta sæti í ár var Daniel Stefánsson sem hefur verið að fljúga á sandskeyði. Ég veit að hann á sína egin vél með eitthverjum öðrum held ég reyndar.

Allgengast er að svifflugum sé skotið upp með spili. Þá er settur vír undur vélini, gefið merki til aðilans sem situr í spilinu með því að vagga vélini framm og til baka þangað til vírinn er orðinn strektur og vélin byrjuð að hreyfast. Svo er komið vélinni í loftið á svona 60-70 km hraða, látið hana klifra mjög hægt þangað til vélin er komin upp í 100-120 km hraða og eftir það er klifrað mjög hratt upp í 11000 fet og jafnvel upp í 2000 ft, það fer auðvitað allt eftir því hvaða vél er að fara og hversu mikill kraftur er á spilinu. Þetta gerist svo auðvitað allt mjög hratt. Ennig er hægt að gera flugtök á annarskonar vegi m.a. Í flugtogi þar sem vélin er bundin í aðra vél með mótor og svo fljúga þeir saman upp í eitthverja hæð þar sem vélinni er slept. Svo geta þær tekið sjálfar á loft eins og t.d. vélin sem ég var að tala um hér fyrir ofan TF-SBT sem er með mótor sem fer upp úr skrokk vélarinnar, þá er mögulegt að nota hann í flugtaki sem er oft gert.

Eftir að svifflugan hefur verið dregin á loft er mikilvægt að passa vel upp á hraðan. Svo er bara að fljúga henni á stað þar sem líklegt er að fá uppstreymi. Þá er spurning hvort menn nái að halda hæðinni eða klifra ofar annars verða þeir að snúa við og lenda vélinni. Það er mjög misjafnt hvernig þessar vélar haga sér í flugi. Þegar ég fór í flug um daginn á Twin-inum náðum við flugi sem var sex til sjö mínútur á meðan önnur vél (“áttan”) náði tæplega tveggja tíma flugi á sama tíma og á sama stað. Áttan getur verið mjög góð í lélegum hagstæðum. Hún fer hærrra í flugtakinu með spilinu og hún er einnig mjög góð í hangi þar sem hún nær að halda frekar jafnri flug hæð.

Það er hgt að skrifa eindalaust um þetta, en ég vill benda á vefi íslenskra svifflugu félaga þar sem hægt er að nálgast meiri upplýsingar um svifflugur og félögin sjálf. Svo ef þið hafið áhuga er alltaf hægt að bóka kynnis flug og ef þið mynduð fá áhuga til að halda áfram þá er byrja að fljúga reglulega og fáið þá sóló próf þegar nemandinn er orðinn full hæfur til að fljúga einn og síðan svifflugumanns skýrteni. Félagið á Akureyri myndi taka vel á móti öllum og hvetja fólk til að halda áfram í þessu og þeir á sandskeyði myndu örugglega gera það líka.


Svifflugfélag Akureyrar (Melgerðismelum): www.svifflug.is
Svifflugfélag Íslands (Sandskeyði): www.svifflug.com & www.svif.is

————
Lifið heil.
SindriFlye