Sæll Mazoo.
Þakka skemmtilega svargrein.
Ég man eftir þessari auglýsingu Flugleiða, en er ekki viss um að hún “sem slík” hafi fjölgað millilendingarfarþegum. Reykjavík var aðeins “þekktara” nafn erlendis en Keflavík og því notað sem millinafn á flugleiðinni, sem var verið að auglýsa. Millilendingarfarþegar væru alveg jafn illa settir á flugvellinum í Reykjavík og í Keflavík. þeir fá ekki að fara “inn í landið” og fara ekki lengra en inn í flugstöðina og sjá því lítið sem ekkert af Reykjavík eins og við vitum, sem staðið hafa á vellinum og litið í kringum okkur.
Ég hélt að það hefði komið skýrt fram að ég vill að völlurinn verði áfram að öllu óbreyttu, að halda öðru fram er RANGT! Og þar sem ég er landsbyggðar maður sjálfur, frábið ég mér að vera sagður með hroka gagnvart landsbyggðinni. Landsbyggðin treystir á þennan ferðamáta það er alveg rétt þ.e.a.s. þeir sem ekki eru fluttir á SV-hornið eða rétt ófarnir. Ég benti á, í fyrra svari og ítreka það hér, svo það skiljist, að farþegum fækkar stöðugt í innanlandsflugi vegna bættra samgangna á landi svo er flugið það mikið dýrara að tímasparnaðurinn er orðin spurning. Þegar flugfélögin hætta að vilja borga með fluginu á hinar dreifðu byggðir leggst það af svo einfallt er það. Og þá, OG AÐEINS ÞÁ, er komið að þeim tímapunkti að taka ákvörðun um leggja völlin niður! Og ef notkun vallarins yrði þá aðeins kennslu, einka, og æfingaflug þá er það deginum ljósa að það er of lítil notkun til þess að binda allt þetta land í miðri borginni vegna þess eins. Þetta yrði aðeins ef þróunin hefði orðið þessi. Lítill völlur í nágrenni borgarinnar væri ódýrari og betri kostur og ekki óeðlilegt að hluti þess fjár sem fengist fyrir núverandi flugvallarstæði yrði notað í nýjan völl. Hvað varðar þetta með þröngsýnu flugdellukarlana þá þurfti “Einbeittan brotavilja” eins og löggan segir, til að miskilja mig. En eins og við vitum hneigjast allir “dellu” karlar og konur til þess að telja sig og sína dellu “nafla alheimsins” og öllu til fórnandi fyrir hana og ekki hvað síst almannafé. Því spurði ég hvort ætti að viðhalda vellinum þegar og ef sú staða væri upp komin að engin önnur þörf væri fyrir hann en að fróa fáeinum flugdelluröftum.
Það að vera reiðubúin að láta hlutina þróast og breytast eftir þörf og eftirspun er ekki þröngsýni og afturhald Mazoo. Að vilja viðhalda öllu óbreyttu, berjast gegn þróun (þótt hún sé ekki alltaf geðfelld) sama hvað það kostar, ÞAÐ ER ÞRÖNGSÝNI OG AFTURHALD rétt eins og bændurnir forðum, varðandi símann. Ég vísa því öllu tali um afturhald og þröngsýni til föðurhúsanna.
Þegar ég fer erlendis fer ég á bílnum mínum til Keflavíkur og þar bíður hann eftir mér þar til ég kem til baka. Ef völlurinn væri í Reykjavík tæki ég taxa, ætli kostnaðurinn yrði ekki eitthvað álíka.
Og ég hugsa, að þó ekki væri nema hluti þeirrar flugumferðar, sem um Keflavíkurvöll fer á degi hverjum, flyttist til Reykjavíkur, að þá fyrst færi í gang alvarleg umræða um að fjarlægja völlinn og það strax! Og ekki beðið eftir 2024.
Hvað varðar lestarsamgöngur til Keflavíkur þá kann að vera að áætlanir um kostnað hafi verið tóm steypa, um það get ég ekki dæmt, en ef eitthvað er steypa varðandi það mál þá eru það tölur b52 í því dæmi. Samkvæmt honum er járbraut dýrari en í jarðgöng, dæmi svo hver fyrir sig.