1) 1919: Flugfélag Íslands nr. 1 stofnað.
Laugardaginn 22.mars 1919 var stofnfundur Flugfélags Íslands haldinn. Keypt var bresk flugvél af gerðinni Avro 504K og fengin danskur flugmaður, Cecil Faber til að fljúga henni. Vélinni var flogið fyrst frá Vatnsmýrinni 3 september sama ár. Flugfélagið lifði í tvo sumur og stundaði aðallega skemmtiflug og flugsýningar.
Þótt félagið varð skammlíft varð mönnum fljótt ljóst mikilvægi flugsamgangna í þessu dreifbýla landi. Margir höfðu trú á þessum samgöngumáta, en fjármagn og skilning alþingismanna skorti, svo að selja varð vélina úr landi til að eiga fyrir skuldum. En neistinn var kveiktur, sem leiddi að lokum til stofnunar Fugfélags Íslands nr.3 sem síðar varð, ásamt Loftleiðum, að Flugleiðum og nú Icelandair: Stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands
2) 1937: Stofnun Flugfélags Íslands nr. 3
Flugfélag Akureyrar var stofnað 3. júní 1937. Agnar Kofoed-Hansen var aðal hvatamaður að stofnun félagsins ásamt því að verða forstjóri og flugstjóri þess. Eftir að nægu hlutaféi var safnað var fyrst vél félagsins keypt: TF-ÖRN sem var Waco sjóflugvél. 13. mars 1940 var nafninu breytt í Flugfélag Íslands.
Flugfélag Íslands er án efa það fyrirtæki sem hafði mest áhrif á Ísland og Íslendinga. Flugið tengdi saman landshluta og rauf að lokum einangrun landsins með reglulega áætlunarflugi til útlanda. Á 6. áratugnum gátu bændur á Fagurhólmsmýri og Þórshöfn ferðast til Kaupmannahafnar á innan við 24 klst en 10-15 árum áður höfðu þeir varla séð mikið annað en túnfótinn hjá nágrannanum. Eftir að félagið sameinaðist Lofleiðum 1973 varð til Flugleiðir hf, síðar Icelandair sem var þá stærsti einkareikni vinnustaður Íslands.
2) 1944: Stofnun Loftleiða.
Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Sigurður Ólafsson komu til Íslands að loknu flugnámi með Stinson Reliant flugvél, og hugðust færa Flugfélagi Íslands hana gegn vinnu. Ekki gékk það eftir, svo félagarnir stofnuðu Loftleiðir hf. Félagið einbeitti sér að flugi á Vestfirði og Vestmannaeyjum en 1952 snéri það sér alfarið að millilandaflugi.
Líkt og Flugfélag Ísland urðu Lofleiðir strax umsvifimikið fyritæki á Íslandi. Með tengistöð í Keflavík tengdi félagið saman Evrópu og Bandaríkin og varð brautryðjandi í lækkun fargjalda á þessari leið. Lofleiðir byggðu einnig Hótel Lofleiðir, eitt glæsilegasta hótel landsins og stuðluðu að mikilli grósku í ferðaþjónustu. Aðalsprautan í fyritækinu var án efa Alfreð Elíasson, en hann var forstjóri þess til 1973 og sat síðar í stjórn Flugleiða en var síðar rekinn úr stjórn. Átti hann að hafa sagt, þegar hann lokaði dyrunum á eftir sér á leið út úr skrifstofu sinni á Hótel Lofleiðum í síðasta sinn: “Hvað hefur gerst? Hvar er félagið mitt?”
4) 1944: Flugfélag Íslands kaupir Catalinaflugbátinn TF-ISP.
Í íslandi voru flugvellir á íslandi af skornum skammti og gerðu flugfélagsmenn sér ljóst að sjóflugvélar voru eina leiðin. TF-ISP, eða “Gamli Pétur” var keyptur í Miami og var flogið heim í oktober 1944, flugstjóri var Örn Ó. Johnson. Gamli Pétur var þá stærsta flugvél Íslenska flotans og tók 22 farþega.
5) 1945: Fyrsta millilandaflugið.
Fyrsta millilandaflug íslensks flugfélags var var farið á Catalina PBY-5 flugbáti Flugfélags Íslands til Skotlands, 11. júlí árið 1945. Um borð var fjögurra manna áhöfn og fjórir farþegar. Flugstjóri var Jóhannes Snorrason og með honum í áhöfn voru Magnús Guðmundsson flugmaður, Sigurður Ingólfsson flugvélstjóri og Jóhann Gíslason loftskeytamaður.
Reglulegt áætlunarflug Flugfélags Íslands milli Íslands, Bretlands og Danmörku hófst svo árið 1946 með Liberator leiguflugvélum frá flugfélaginu Scottish Airlines. Þar með rufu Flugfélagsmenn einangrun landsins fyrir alvöru. Flugfélagið var einnig það fyrsta í Evrópu til að hefja millilandaflug eftir seinni heimsstyrjöld. Millilandaflugið færði Evrópu og síðar Bandaríkin nær Íslandi en áður og stuðlaði að frekari uppbyggingu landsins.
6) 1946: Bretar afhenda Íslendingum Reykarvíkurflgvöll.
Reykjarvíkurflugvöllur var byggður af bretum 1940. Þann 6.júlí 1946 afhenti yfirmaður hersins íslensku ríkisstjórninni lyklana að vellinum viðhátíðlega athöfn. Fylgdi flugturninn og allar byggingarnar á vallarsvæðinu með í gjöfinni.
7) 1967: Fyrsta íslenska þotan.
Fyrsta íslenska þotan, Boeing 727-100 Flugfélags Íslands, TF-FIE, “Gullfaxi”, kom til landsins í júní árið 1967. Vélin var keypt ný frá Boeing-verksmiðjunum. Það má segja að með komu fyrstu þotunar hafi frumherja tímabilið í íslenskri flugsögu liðið undir lok, íslensk flugfélög voru komin inn í nútímann á flest öllum sviðum og stóðu erlendum flugfélögum jafnfætis.
8) 1973: Flugleiðir hf stofnað.
1. ágúst 1973 hóf sameinað félag Loftleiða og Flugfélags Íslands starfsemi. Höfuðstöðvar þess voru í byggingu Hótel Lofleiða við Reykjarvíkuflugvöll. Með sameiningunni varð til stærsta flugfélag landsins, með áætlunarflug til tugi áfangastaða innanlands og utan.
*Myndin er af Jóhannesi R. Snorrasyni og Smára Karlssyni (respect) í nefi Catalínubáts. Myndin er í eigu Hauks Snorrasonar og tekin af www.snorrason.is
www.fly.is