Sólóið mitt
Ég vaknaði kl 6 um morguninn og burstaði tennurnar. Síðan keyrði ég út á esso og fékk mér subway í morgunmat. Ég kom niðrí flugskóla gerði allt tilbúið fyrir flugið og tankaði vélina. Síðan var brunað í loftið með prófdómara og ray-baninn. Við héldum út í suðursvæði og fórum í æfingarnar. Allt gekk feykilega vel nema þegar ég átti að finna lendingarstað þegar mótormissir var settur á svið ég yfirskaut. En það gekk betur í annað sinn. Svo var haldið til lendinga á reykjavíkurflugvelli. Ég tók 3 lendingar og ég gjörsamlega smurði vélinni á brautina. Seinna um daginn fór ég aftur niður á flugvöll. Fór í 3 lendingar með prófdómaranum og eftir þær stökk hann út á alpha og ég brunaði aleinn í loftið með ray-baninn. Svaka munur þegar maður er ekki með feitan kennara við hliðiná maður bara skýst upp. Fyrsta lendingin gekk eins og í sögu og hringurinn fyrir hina en þegar ég var á lokastefnu var ég beðinn um að fullstoppa í staðinn fyrir að snerta ég stressaðist smá upp við þetta og lenti soldið seint svo ég þurfti að keyra á brautarendann á 19 aftur og taka á loft ég gaf í og beygði á 240 gráðurnar við skýli 3 en þegar ég var í svona 800 fetum var mér sagt að beygja til vinstri sem ég var þegar byrjaður á því að ég sá að þarna var flugvél í hringflugi og önnur flugvél sem kom beint á móti mér. Eitthvað fór úrskeiðis hjá þeim en ég og hinar vélarnar beygðum báðar frá hver annari en vorum samt skuggalega nálægar. En svo fór ég inn á rétta trackið aftur og lenti vélinni eins og fjöður. Soldið gaman að lenda í flugumferðaratviki í fyrsta sólóinu það er soldið rare en flugumferðaratvik er næsta fyrir neðan flugslys.