Til að byrja með vil ég mótmæla því að ástandið í flugmálum sé ömurlegt, öll él birtir upp um síðir.
Ég er alveg sammála Dimitri, ef menn hafa bæði brennandi áhuga og smávegis af aurum þá held ég að viðkomandi ætti bara að drífa síg í flugnámið og ganga alla leið og næla sér í atvinnuflugmanns réttindin.
Þó að veturinn sé kannski ekki allra besti tíminn á Íslandi fyrir flug í ltilum rellum þá er samt ágætt að byrja þegar veður eru með margvíslegu móti.
Í þessarri lægð sem nú er yfir fluginu eru nokkrir ljósir punktar í öllu saman. Það eru færri að berjast um að fá flugvélar og flugkennara hjá FÍ t.d. og svo er annað sem gerist að þeir sem ekki hafa næga biðlund eftir betri tíð, heltast úr lestinni eins og hefur alltaf gerst og þeir sem eftir standa fá þá atvinnu sem flugmenn þegar úr rætist hjá flugfélögunum.
Þar sem flugbransinn á Íslandi er svo lítill þá þekkjast flestir innan hans og þeir sem sjá um starfsmannahald hjá flugfélögunum annaðhvort heyra af manni eða eða kynnast manni persónulega, þeir a.m.k. fá upplýsingar um mann úr ótrúlegustu áttum. Þess vegna held ég að það skipti ekki máli hvort flugnám sé hafið nú eða seinna, því fyrr því betra segi ég.
Þegar ég byrjaði að læra (1997) þá var nú heldur betur ekki bjart yfir ráðningarmálum þyrluflugmanna og er ekki heldur í dag. (já ég er þyrluflugmaður)
En það er margt hægt að gera í stöðunni, t.d. að skreppa í ferðalag til annarra landa og sjá hvort það sé ekki eitthvað hægt að finna þar. Ég veit að þyrlufyrirtækin út um allan heim eru að lenda í vandræðum vegna skorts á flugmönnum, það hefur verið lítil sem engin endunýjun í þeirri stétt undanfarin ár. Ef menn og konur eru tilbúin til að leggja það á sig og allt þetta streð sem fylgir því að komast í borgað flugmannssæti þá held ég að þeim séu allir vegir færir. Þó það hafi verið ótrúleg ráðnigarsveifla hjá Íslensku flugfélögunum undanfarin ár þá hefur enginn sagt, a.m.k. ekki við mig að það sé auðvelt að komast alla leið uppí sætið, þetta er grítt gata sem allir verða að ganga.
Meðal þess sem þarf er þolinmæði, áhugi og kannski smá peningur til að halda sér á lofti.
Hver og einn verður að gera það upp við sjálfan sig hvort hann sé í stakk búinn að leggja erfiðið á sig. Ég tel að á endanum þá borgi það sig.
Ég fór ekki útí flugnámið til að fara að selja gólfmottur eða harðfisk og er nú á leiðinni til útlanda þar sem ég hef fengið jákvæð svör við atvinnuumsókn minni hjá stóru fyritæki.
Gangi ykkur vel í baráttunni.