Fyrirspurn til Geirfugla Sælir félagar. Þar sem FÍ hefur verið mikið umræðu efni síðastliðna daga að þá langar mig aðeins til þess að forvitnast um Flugklúbbin/félagið Geirfugl fyrir mig og aðra sem langar að vita e-ð um ykkur? Sumt af þessu veit ég svona c.a. en samt ekki viss. Hef alltaf verið forvitinn?

1. Hvað eruð þið orðnir margir?
2. Hvað er gengið á hlutnum hjá ykkur í dag?
3. Er verið að spá í að fjölga félögum og vélum?
4. Hvað er verið að selja tímana á hjá ykkur og hvað er innifalið?
5. Er mikið mál að fá vél eða verður að bóka með góðum fyrirvara?
6. Er hámarks tímafjöldi á mánuði eða ári?
7. Er einhver lágmarkskrafa um tímafjölda til inngöngu?
8. Hver er fastakostnaðurinn við það að vera félagi?
9. Hvernig er lýðræðið í klúbbnum/félaginu?
10. Eru einhverjar draumavélar sem menn dreymir um að eignast?
11. Er möguleiki fyrir meðlimi að vera með vél t.d. yfir eina helgi útaf fyrir sig? M.ö.o hvernig er flugfrelsið?
12. Hvað eru margir virkir í að fljúga?
13. Í hvaða formi er samstarfið ykkar við Þyt varðandi flugskólan ykkar.
14. Er eitthvað hérna sem ég hef ekki spurt að sem þið viljið segja mér?

Þessar spurningar eru ekki til þess að búa til nein leiðindi, einungis til að fá fram eitthvað nýtt í umræðunum hérna.

Með von um góð svör

grizzly