Dýrt???7
Ég skil ekki þau rök. Piper, hefur þú lesið lög um FÍ? Þar er nokkuð ljóst að FÍ var eingöngu settur á stofn til að mennta atvinnuflugmenn. Ef þú lest aðdraganda að stofnun skólans og setningu laganna þá er það deginum ljósara að það var eini tilgangur skólans. (
http://www.althingi.is [leitarorð: flugskóla, flugskóli]) Þessi lög sem voru samþykkt á alþingi hafa verið þverbrotin.
Auk þess er FÍ áskrifandi að 9.5 milljónum á ári frá ríkinu og ég get ekki séð að þessi upphæð skili sér á einn eða neinn hátt til nemenda skólans. Það eina sem ég veit að forráðamenn skólans hafa aðeins eitt markmið með rekstrinum á skólanum.. og það er að GRÆÐA. Ég þekki mörg námsmannagrey í þessum skóla og það er eitt sameiginlegt með þeim öllum. Nemendurna sársvíður í ra*****ið..
FÍ er ekkert nema loftbóla. Engin aðstaða, engar flugvélar, EKKERT, nema flugrekstrar- og þjálfunarbók og gamall AST tölvuleikur og tíminn hækkar alltaf í tölvuleikinn þegar bensín hækkar. Flugvélarnar eru í einkaeigu og skólinn leigir vélarnar. Reyndar eru einkaaðilarnir stjórnendur skólans, en það er nú bara eðlilegt á Íslandi.
Þar sem engin aðstaða er fyrir hendi hér í Reykjavík og það á að fara að rífa gamla flugturninn og henda bóklegu kennslunni úr slökkvistöðinni, get ég ekki séð hvaða munur er á því að byggja upp aðstöðu á Selfossi eða Þórshöfn þessvegna. Það sem Selfoss hefur reyndar framyfir Þórshöfn er að það er einungis 40 mínútna akstur þangað og fært bílleiðina 360 daga á ári.
Við myndum líka koma gífurlega til móts við háværa íbúa í kvosinni því umferð um Reykjavíkurflugvöll myndi minnka um lágmark 50%.
Well.. ég held kannski áfram síðar.
Otri