Fyrst nokkrur tæknileg atriði:
——————————

Hreyflar : 4x Pratt & Whitney R-2000-7 Twin Wasp 1350 hp, 14 cyl.
Double row og R-2000-11 með betri afköstum í hæð.

Vænghaf : 35, 81m. , lengd 28,63m. , hæð 8,39m. ,
vængflötur 135,64m2.

Þyngd : tóm 17300 kg. , max. 33100 kg.

Max cruise : 385 km/kls , flugdrægi með farm 2440 km.,
mesta flugdrægi 6200 km. á 306 km/kls.

Fyrsta flug : juní 1938 , - C-54 feb. 1942.


Fyrsta DC-4 var misheppnuð ,- 3 stél og aðeins 2 framleiddar (?)
Japanir keyptu aðra og tóku í sundur og stældu . Held það sé til mynd af þessari vél á Rvk. velli í ferðinni austur.
Sú DC-4 sem við þekkjum var aftur á móti fín vél.

Stutt lýsing : Sterk og traust vél með mikið flugdrægi. Frekar
þung í stýrum og “unpressurized” . Góður afísingar-
búnaður á vængjum og stéli , en lélegur á framrúðu.
Ekki “reverse” á hreyflum.

Þessi vél markaði upphaf raunverulegs áætlunarflugs til útlanda
fyrir Íslendinga . Þessar vélar gengu dag og nótt hjá Loftleiðum
og þeir áttu amk. 5 ,- hétu Saga , Hekla , Edda , Geysir ,….
Flugfélag Íslands átti 2 ,- Gullfaxa og Sólfaxa . Önnur brann í
Grænlandi en hin var seld til Afríku.Áratugurinn 50-60 var
“gullöld” fjarkanna eða “skyarana” eins og sumir kölluðu þá en
svo fóru “ sexurnar” að taka yfir eftir 60.
Aldrei fórst neinn maður með þessum vélum í þjónustu Íslendinga ,
en nokkrir slösuðust í Geysisslysinu. Ein vél laskaðist á
leið til landsins frá Evrópu í miklu þrumuveðri nærri Færeyjum.
Hún var frá Loftleiðum. Lenti heilu og höldnu í Rvk.
DC-4 frá FAA yfirskaut á 02 um 1960 , lenti allt of innarlega ,
eða efst á “bungunnu” á 02/20 sem flugmenn þekkja. Hún rann í
hálku alla leið út í sjó ,- engin slys , en vélin ónýt.
En Gæslan átti líka einn DC-4 , - hvort það var TF-SIF man ég
ekki . Það var um ´63 og það var talinn besti og fallegasti
fjarkinn í heimunum þá , með nokkuð fullkominn radar. Gæslan
fékk gott verð fyrir hann.
Margar sögur ganga um fjarkana og ferðir þeirra. Ameríkuferðir
Loftleiða tóku þetta 14 tíma + millilendingu í td. Gander.
Ég hef heyrt flugstjóra segja frá því að hafa lent í svo miklum
mótvindi til landsins f. vestan Grænland , að vélin var nær
kyrr ( miðað við jörð). Svo er nú sagan sú fræg þegar einn af
frumkvöðlunum (K.O.)fór í loftið á þunghlaðinni DC-4 á 32 (31)
og tók hluta af gaddavírsgirðingunni sem var utan um brautina með sér í hjólastellinu út ,- og mun satt vera.!
Gaman væri að fá mynd senda af fjarka hér inn. ( Fresca!)
Ætla að skrifa smá um DC-6B bráðum , en hún er “ stóra systir”
DC-4 ,- sami vængur , með enn hærra Wingload , sem þótti hátt
á fjarkanum ,- auk þess var “ sexan” með mun öflugri hreyfla ,
eða 2500 hp , - pressurized og með reverse á mótorum og stærri.

Liberato