Oxford Aviation Daginn,

ég er ekki byrjaður að læra flug en ætla væntanlega að taka sólópróf fljótlega og svo einkaflugmannsskýrteini eftir það, hvorutveggja hjá Flugskóla Íslands.

Svo kemur vandamálið, hvað á ég að gera varðandi atvinnuflugmannsskýrteinið, ég hef fengið mikið magn upplýsinga frá Oxford Aviation skólanum í Bretlandi, ég hrringdi m.a. þangað fyrir stuttu og þá var mér sagt að atvinnuflugmannspakkinn hjá þeim, með gistingu í bretlandi í 13 mánuði og ameríkuferð sem er hluti af verklega náminu kosti allt samtals um 60.000 pund (9.165.600 íslenskar kr. þann 8.11.2001).

Þetta nám í Oxford á víst að vera svakalega ítarlegt og gott og inniheldur marga flugtíma í oxford+20 tíma í boeing flughermi+flugtíma í 12vikur í USA, einnig eru tvö 13vikna bókleg námskeið þarna…

EN… þetta þýðir að ALLT flugnámið manns myndi kosta ca. (mjög gróflega reiknað) 13-14milljónir isk. kr. og þá reikna ég með ferð til t.d. USA til þess að safna flugtímum á multi engine aircraft. og flugkennaraáritun hjá flugskóla íslands

ef maður myndi hinsvegar sleppa oxford skólanum og taka þetta bara í flugskóla íslands þá er þetta vitanlega talsvert ódýrara

en hvað segið þið lesendur, er þetta einhvert vit, taka feit bankalán á næstu árum og fara í þetta eða á maður að fara ódýru leiðina og gera þetta heima…???…???

Takk fyrir mig,
AR