
Sama dag tilkynnti Airbus að nú þegar væru komnar pantanir fyrir 22 Airbus 380.
Þetta eru góðar fréttir sem koma á besta tíma og eru vonandi hvetjandi fyrir önnur flugfélög.
Á sýningunni sýndi Airbus nýjasta risann, A 340-600 sem er lengsta farþegavél í heimi, eða 75 metrar rúmir, og hámarksflugtaksþyngd er 365 tonn, aðeins! Hún á að geta farið 13.900 km í einum rykk.