Monsar Þar sem Liberator skrifaði góða grein um DC-3 er ráð að halda áfram og skrifa um aðra vél sem Loftleiðir ráku í um fimm ár og til eru margar sögur um en það er Canadair CL-44, kallaðar Rolls Royce JetProp 400, eða monsar flugmanna á milli.

Til þess að fá að selja lægri fargjöld heldur en önnur félög yfir Atlantshafið þurftu Loftleiðir að vera með “lakari” þ.e. hægfleygari vélar en keppinautarnir, sem voru að taka upp þotur, og var það helsta ástæðan fyrir kaupunum.

Aðeins 39 slíkar vélar voru framleiddar, og voru hannaðar sem vöruflutningavélar, með opnanlegu stéli. Einfalt mál var að breyta þeim í farþegavélar og keyptu Loftleiðir 5 slíkar.

Voru þessar vélar fjögurra hreyfla skrúfuþotur með Rolls Royce Tyne hverflum og flugu á um 400 mílna hraða. Þar sem CL-44 var óþekkt vél meðal farþega datt Loftleiðamönnunum í hug að fá leyfi hjá Rolls Royce til að nota þeirra nafn; Það var vel þekkt. Var því vélin skírð Rolls Royce 400 JetProp því hún flaug á 400 mílna hraða eins og áður sagði.
Monsa nafnið festist við þær þegar einhver ónefndur sá þessa vél í fyrsta sinn og sagði: “Þetta er algert Monster!” Var það svo stytt í Monsi.

Til voru teikningar af lengingu vélanna hjá Canadair og létu Loftleiðir lengja 4 af 5 vélum sínum um fimm metra, og tók hún þá 189 manns í sæti,en 160 óstytt.
Óstyttar voru vélarnar 139 fet á lengdina en með 144 feta vænghaf.
Lengda útgáfan var á tímabili stærsta flugvél sem flaug í áætlunarflugi yfir Atlantshafið.

Voru þessar vélar í notkun helstu uppgangsár Loftleiða, en ekki fannst mönnum hún skemmtileg að fljúga. Hún hafði floating controls og gat verið erfitt að lenda henni vel. Einn stór kostur fannst mönnum, var að hún hafði klósett frammí.

Erfitt reyndist að selja þessar vélar þegar þotuöld Loftleiða gekk í garð, svo ákveðið var að stofna fraktflugfélag um vélarnar í Luxemborg og Cargolux varð til. Keypti það félag Monsana um síðir af Loftleiðum.
Kveðja