Þvílíkar framfarir! Leikurinn er ekkert smá flottur. T.d. er Cessna Caravan skemmtileg viðbót og hún er sömuleiðis á flotum. Mjög miklar framfarir með vatnið og hegðun vélarinnar á vatninu. Ég tók á loft frá Chicago Meigs, tók upp hjólin í flotholtunum, drap á hreyflinum og lenti á vatninu. Vélin vaggaði eins og bátur og það eina sem vantaði var veiðistöng og bjór! Grafíkin hefur stórbatnað og ég mæli með því að menn fái sér öflugt (64 MB)skjákort og a.m.k. 800 mhz tölvu ef á að njóta hans í botn. Öll flugkennsla í leiknum virðist vera vandaðari og MS hefur fengið þrjá af frægustu flugkennurum USA til liðs við sig. Það eru King hjónin og Rod Machado sem er ekki aðeins flugkennari með öll möguleg réttindi sem slíkur, heldur er hann líka með sálfræðigráðu og stand-up grínisti. Hvers vegna hann vinnur ekki sem airline pilot er önnur saga. En aftur að leiknum. Nú hafa bæst við Boeing 777, 747 og Cessna Caravan eins og áður sagði, sem og Chance Vought F-4U Corsair úr seinna stríði. Hljóðið í Corsair vélinni er algjört æði. Virtual cockpit er líka mun betra núna því allir mælar virka í því og maður sér alla hluti sem geta hreyfst, hreyfast. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum því ég er rétt að byrja að skoða gripinn og er enn með brosið frosið. ATHUGIÐ EITT. Ísland 2000 Scenery-ið frá ICESIM virkar óbreytt og er enn hraðara en áður á bestu mögulegu upplausn. Einhverjar krónur ætti það að spara mönnum og kom skemmtilega á óvart. Jæja, ég get ekki meira í bili. Það er samt svo mikið eftir. :-) Endilega bætið við hér að neðan og segið okkur hinum frá einhverju skemmtilegu sem þið finnið.
Kær simmakveðja,
Mazoo