-Cessna 172 Skyhawk er ein þekktasta eins hreyfils einkavél í heimi og er orðin nokkurs konar samnefnari yfir smávélar. Hún er fjögurra sæta háþekja og er ásamt litla bróður, 152, ein vinsælasta kennsluvél sem hefur verið frameidd. Sjálfur á ég marga tíma á Skyhawk og þrátt fyrir hún sé hægfleyg og, að sumra mati, afllítil, þá er það sú vél sem ég treysti mest. Maður þarf virkilega að berjast við að halda henni í spinni, öfugt við flestar aðrar gerðir véla og fyrigefur 172-an nánast allt.

-Skyhawk-inn hefur verið í framleiðslu síðan 1956. Framleiðslunni var hætt um miðjan 9. áratuginn en tekinn upp á nýtt árið 1996. Á þessum rúmum 50 árum hefur Cessna framleitt 35.000 stk og vex sú tala stöðugt. Skyhawkinn var beint framhald af C170, háþekju stélhjólsvél og deila þessar vélar mörgum útlitseinkennum. Cessna gjörbylti heimi einkaflugs á árunum eftir seinna stríð og var Skyhawkinn mikilvægur í þeirri byltingu. Áður fyrr höfðu nánast allar einkavélar verið stélhjólsvélar. Gallinn við þær er að þær geta illviðráðanlegar í hliðarvindi og fældi það töluverðan hluta fólks frá einkaflugi. Hönnuðir Cessnu vildu því koma með vél sem hver sem er gat lent með lágmarks flugkunnáttu. Aðal byltingin í þessari þríhjóls-hönnun (e. tricycle gear) var sú, að nefjólið seig niður og í beina stöðu miðað við langás vélarinnar á farflugi, þ.e. nefhjólið gat ekki verið í beygju á flugi og því ekki möguleiki á að vélinn sveigði snögglega til hliðanna um leið og nefjólið snertir jörðina. Önnur breyting frá C170 var afturglugginn, sem birtist á Skyhawkum framleiddum uppúr 1960 en Cessna markaðssetti það sem “Omni vision” sem mætti þýða með “Hringsjón”.

-Fyrstu Skyhawkarnir voru ekki með aftursveigðu stéli og hétu einfaldlega C172. Uppúr 1960 kom C172A (aftursveigt stél) og seint á sjöunda áratugnum kom 172B sem bauð upp á “Deluxe”-pakka og örlítið styttri undirvagn. Árið 1963 kom 172D á markað. Með henni var búið að gera aftari hluta farþegarýmisins straumlínulagaðri og stækka afturgluggan. 172F fylgdi snemma í kjölfarið, en hún var með rafmagnsflöpum. 172G var að mestu leiti óbreytt frá F týpunni en 172H var síðasti Skyhawkinn útbúinn Continental mótor. Continental mótorinn var 145 h.ö. Cessna valdi í staðinn Lycoming O-320. Skömmu síðar kom Lycoming O-320-E sem var ekki eins drykkfelldur og forveri seinn en mun öflugri. Þessi mótor var settur í 172I. C172K kom síðar (1969) og innihélt smávæilegar útlitsbreytingar, aðallega á aftari hluta búksins og afturglugganum. Árið 1974 kom svo 172M, útbúin Lycoming O-320-E2D mótor og niðurbrettum vængenda fyrir meiri stjórn á minni hröðum. M-týðunni fyldi einnig möguleikinn á “II” pakka, en hann innihélt aðallega fleiri flugleiðsögutæki. 172N var síðan sjálfsagt framhald og með henn fylgdi nýr mótor: O-320-H. Hann var 10 h.ö. öflugri en sá sem kom með 172M og var heil 160 h.ö. En því miður var hann bilanagjarn og var skipt út fyrir O-320-D
Síðasta týpan, 172P var lítið breytt 172N og var í framleiðslu til 1985.

-Franskt fyrirtæli, Reims, hafði framleiðsluleyfi á ýmsum vélum frá Cessnu, og framleiddi 172F sem F172 (frumlegt). Einnig framleiddi Cessna Skyhawka með uppdraganleg hjól, Cessna 172RG Cutglass. Cutglassinn hafði öflugri mótor og skiptiskrúfu. Í rauninni er Cutglassinn meira skyldur 175 en 172. Annað afbrigði af Skyhawknum er 172 Hawk XP. Hawk XP kemur frá vél sem Reims framleiddi sem FR172J Reims Rocket uppúr miðjum sjöunda áratugnum. Hawk XP er útbúinn 195 h.a. mótor með beinni innspýtingu og skiptiskrúfu. [editors note] Undirritaður hlut í flugklúbb sem á m.a. Hawk XP og get ég vottað, að Reims var ekkert að grínast þegar þeir skýrðu vélina Reims Rocket. Klifurgetan á þessu dýri er ótruleg. Mótorinn er 6 cylendra sem gefur mjög svo djúpt og grimmt hljóð. Hawk XP hefur einnig 15-20 hnúta meiri farflugshraða en venjulega Skyhawk sem kemur sér vel á langferðum :)

-Árið 1996 var framleiðslu haldið áfram á Skyhawknum, þá með 172R. R Skyhawk er í heildina venjulegur P/M Skyhawk. Síðan kom 172SP, 180 h.ö. og bein innspýting var kærkomin endurbót, á annars klassíkri hönnun.

-Á undanförnum árum hafa sölur á Skyhawk fækkað umtalsvert, þótt hún sé ennþá númeró únó. Orsökin er aðallega þrjóska stjórnenda Cessnu til að gera róttækar breytingar á 50 ára gamalli hönnun. Máltækið “If it ain't broken, don't fix it” á svo sannarlega ekki við í þessum efnum. Aðrir framleiðendur, aðallega Cirrus, hafa hægt og rólega siglt frammúr Cessnu með byltingarkenndar hannanir, bæði á hönnun á skrokki og mælaborði. Cirrus sló í gegn með sinn stórnklefa sem samanstendur af tveim rIIIsa skjám í stað hefðbundinna “klukku”mæla. Nýjasti stjórnklefi 172, G1000 er svar Cessnu við þessari byltingu og virðist það lofa góðu. Því miður er skrokk-hönnun Skyhawksins löngu úrelt, loftmótstaðan er margföld á við nýjar vélar í dag. Yfirverkfræðingurinn hjá Cessnu þarf því að spýta duglega í lofanna, ef Skyhawkinn á að halda fyrsta sætinu í önnur 50 ár.

General characteristics
Crew: 1
Capacity: 3 passengers
Length: 27 ft 2 in (8.28 m)
Wingspan: 36 ft 1 in (11.0 m)
Height: 8 ft 11 in (2.72 m)
Wing area: 174 ft² (16.2 m²)
Empty weight: 1,620 lb (743 kg)
Max takeoff weight: 2,450 lb (1,110 kg)
Powerplant: 1× Lycoming IO-360-L2A flat-4 engine, 160 hp (120 kW) at 2,400 rpm
Zero-lift drag coefficient: 0.0319
Drag area: 5.58 ft² (0.52 m²)
Aspect ratio: 7.32
Lift-to-drag ratio: 7.5
Performance
Never exceed speed: 158 knots (185 mph, 302 km/h)
Maximum speed: 123 knots (142 mph, 228 km/h) at sea level
Range: 790 mi (690 nm, 1,270 km) at 60% power at 10,000 ft (3,040 m)
Service ceiling: 13,500 ft (4,120 m)
Rate of climb: 720 ft/min (3.7 m/s)
Max wing loading: 14.1 lb/ft² (68.8 kg/m²)
Minimum power/mass: 0.065 hp/lb (110 W/kg)

(p.s. ég nenni ekki að leita að mynd til að minnka og setja með greininni, farið bara á google eða einfaldlega út á flugvöll, nóg af þessum vélum þar :) )
www.fly.is