Heathrow-flugvöllur í London er fjölfarnasti flugvöllur á Bretlandseyjum og sá þriðji fjölfarnasti í heimi. Það er þó óþarfi að örvænta því öll þjónusta er við höndina. Skýr og skorinorð skilti vísa réttu leiðina í vegabréfsskoðun, að farangursbeltum og í tollskoðun og svo áfram að borgarsamgöngum, yfir í aðrar flugstöðvar og bílastæði.
Heathrow var opnaður árið 1930 af breska flugvélaframleiðandanum Fairey Aviation og var fyrst og fremst notaður í tilraunaskyni fyrstu árin. Flugvöllurinn dregur nafn sitt af þorpinu Heath Row.