Vegna fárra greina hérna undanfarið og fjölda mynda þar sem mynefnið er einmitt þessi glæsilega flugvél, A-10 Thunderbolt II ákvað ég að skrifa litla grein um hana hér á /flug. Vona að þið njótið lestrarins. :-)
Árið 1970 sendi flugher bandaríkjanna út beiðni til flughönnuða og framleiðenda þarsem beðið var um hönnun á ódýrri árásarflugvél. Þessi vél átti að mæta auknum fjölda atvika þar sem árásarflugvélar þeirra voru skotnar niður af herliði á jörðu niðri, s.s. loftvarnaskothríð af ýmsu tagi sem og venjulegum skotvopnum í aðgerðum þeirra í Víetnam stríðinu. Þá vantaði flugvél með lengri fluggetu, öflugri vopn gegn þykkum brynjum ætlaðra skotmarka þeirra og þykkri brynju, sem og hæfni til flugs þrátt fyrir að búkurinn hefði orðið fyrir umtalsverðum skaða.Eftir að hafa fengið uppköst frá 6 fyrirtækjum, völdu þeir Northrop og Fairchild framleiðendurna til að byggja frumgerð, sem þeir gerðu.
Afsprengi þessa samstarfs var A-10 Thunderbolt II, nafnið dregur hún af hinni eldgömlu P-47 Thunderbolt sem gegndi svipuðu hlutverki í seinni heimsstyrjöld fram til miðs sjötta áratugsins. Fyrsta vélin í þjónustu bandaríkjahers fór í loftið í október 1975 og er enn hluti af vopnabúri hersins og gegnir þar hlutverkinu “Close Air Combat Support” þar sem hún veitir landherliði stuðning með því að veikja og jafnvel uppræta andspyrnu sem og að granda skriðdrekum eins og heitur hnífur klýfur smjörstykki og “Forward Air Controller” þar sem hún samstillir og leiðbeinir vinveittum flugvélum til að styðja við landherinn. Einnig hafa þær verið notaðar til að hjálpa við björgunaraðgerðir og aðgerðir sérsveita hersins, meðal annarra hlutverka en öll þessi verkefni getur hún leyst hvort sem umhverfið er öruggt eða hættulegt.
A-10 thunderbolt vélin er eins manns, rúmlega 16 metra löng, vænghaf hennar eru 17.53 metrar og er hún tæpir 4 og hálfur meter á hæð.
Vængirnir spanna alls 47 fermetra og er rót þeirra af gerðinni NACA 6716 og endarnir NACA 6713.
Tóm vegur hún 11 tonn og 321 kg.
Hlaðin:
Venjulega: 13,782 kg
CAS verkefni: 21,361 kg
Gegn brynvörðum tækjum: 19,083 kg
Til að komast á loft þarf hún að vera undir 23 tonnum og er hún knúin af 2 General Electric TF34-GE-199A þotuhreyflum sem afkasta 40.32 kN hver við sjávarmál sem koma henni mest upp í 830 km hraða á klst en hefðbundinn “Cruise” hraði er 560 km á klst.
Bardagaradíus hennar er á milli 250 og 252 sjómílna eftir verkefni og tíma í bardaga en mest drífur hún 2,240 sjómílur miðað við 50 knúta mótvind og 20 mínútur til vara.
(Tölur fengnar af wikipedia)
Aðal vopn A-10 vélarinnar er GAU-8 Avenger gatling byssan sem er byggð í nef hennar. Hún var hönnuð samhliða keppninni sem gat af sér A-10 Thunderbolt vélina af General Electric og var A-10 vélin í rauninni byggð til að hýsa þetta mjög svo magnaða vopn og er t.d. framhjól vélarinnar fært aðeins til hliðar svo hlaupið sem skotið er af hverju sinni sé í miðjunni svo hún leiti ekki til hliðar þegar skotið er vegna afls hennar. Byssan nær fáeina metra inn í búkinn sjálfann þarsem hið stóra magasín er hýst innan um nokkur lög af brynvörn til að sporna við því að skotfærin springi inni í vélinni en hlaupvíddin er 30 mm og eru skotin venjulega búin sprengjuefni og auðguðu úrani og fara gegnum brynvörn á hverskyns farartækjum (69mm á 500 metra færi og 38mm á 1000m færi). Vegur hún ein og sér, full hlaðin einum 1350 skotum 1.8 tonn (þó er algengara að þær beri einungis um 1174 skot). Avenger byssan er fær um að skjóta 3900 skotum á mínútu eða 50 fyrstu sekúnduna meðan hún kemst á skrið og um 70 þar eftir. Þó er aðeins hægt að skjóta af henni í 2-3 sekúndur í senn, þarsem hún ofhitnar fljótt vegna mikils hraða. Vegna gríðarlegrar mótspyrnu sem þessi byssa framleiðir þurfa vélar A-10 vélarinnar að auka afl sjálfkrafa til að halda hraða enda er mótspyrna þessi meiri en afl annars hreyfilsins. Margir trúa að ef slökkt væri á báðum hreyflum hennar og hún látin svífa meðan skotið væri af byssunni til lengdar, myndi hún stöðvast og jafnvel fljúga afturábak, en þetta er að sjálfsögðu kolrangt. Þetta myndi aðeins virka líkt og bremsa :-)
Hlaupin hafa hvert sinn bolta og hleðslugat og eru drifin af tvöföldu vökvakerfi vélarinnar en snúningur hlaupanna knýr byssuna sjálfa eins og upprunalega gatling byssan. Hermenn hafa margir hverjir lýst hljóði hennar sem líkist helst túbu sem hræðilegasta hljóði sem þeir hafi heyrt en jafnframt lofað hana, sem og A-10 vélina og flugmenn hennar fyrir að hafa bjargað þeim fyrir horn svo mörgum sinnum. En þetta hljóð, ásamt þykkri brynvörn og upphleypts yfirborðs á búknum hefur gefið henni uppnefnið “The Warthog” eða vörtusvínið en djúpt hljóðið, þykkhúð og bungur sem minna a vörtur þykja minna á hljóðið sem dýrið gefur frá sér og útlit þess.
Auk GAU-8 byssunnar getur A-10 borið hefðbundnar “free-fall” sprengjur, íkveikjusprengjur, klasasprengjur, laser stýrðar sprengjur, lofts-til-lands eldflaugar, lofts-til-lofts eldflaugar, 70 eða 127mm eldflaugaklasa, upplýsiblys, rafræn ratsjártruflunartæki og/eða “chaff” hylki.
Fyrsta Thunderbolt II vélin var send til Davis-Monthan flugherstöðvarinnar í mars árið 1976. Í byrjun var flugherinn fremur óánægður með vélarnar þarsem þeir vildu láta þyrlur um alla “návígis” starfsemi flughersins og reyndu þeir að koma þeim yfir á landgönguliðið og landherinn en eftir frammistöðu hennar persaflóastríðinu var þeim tilraunum hætt, þarsem A10 vélarnar höfðu grandað yfir þúsund skriðdrekum, 2000 farartækjum írakska hersins og 1200 stórskotaliðsvopnum auk 2 þyrlna sem skotnar voru niður með GAU-8 vélbyssunni góðu á meðan aðeins 5 vélar voru skotnar niður.
Næst var hún notuð í Kosovo stríðinu, innrásinni í afganistan, þar með talinni “Operation Anconda” og í seinna íraksstríðinu þar sem ein af 60 vélum sem sendar voru til landsins var skotin niður nálægt alþjóðaflugvellinum í Baghdad.
Það sem gerir A-10 vélina svo ákjósanlega í “návígis” flughernað er meðal annars brynvörn hennar, en hún er talsvert þykkari en tíðkast, en auk þess sem flöt svæði með lítilli brynvörn á búknum eru gerð með honeycomb panelum sem eru ólíklegir til að missa lögun sína jafnvel þó þeir séu stórskaddaðir, er stjórnklefinn og hluti af flugstjórnunarbúnaðinum er varinn af 400 kílóa títaníum “baðkeri” en það getur þolað 20mm loftvarnaskothríð og er frá einni tommu upp í eina og hálfa tommu á þykkt eftir líklegum stöðum til að verða fyrir skotum og endurkastshornum. Einnig er flugmaðurinn varinn með skotheldu gleri í hliðargluggum stjórnklefanns sem þolir skothríð frá jörðu upp að vissu marki, þó lægra en títaníumskrokkurinn, en toppur klefans þarf að vera brjótanlegur svo flugmaðurinn geti skotið sér út í fallhlíf ef þörf krefur.
Ef svo skyldi gerast að óvininum tækist að hitta vélina með einhversskonar sprengihleðslu sem hefði nægt afl til að rífa meirihluta vængsins, hluta af stélinu eða annan hreyfilinn af, ætti hún ennþá að vera flughæf. Sagt er að hún geti jafnvel flogið án 2/3 annars vængsins, á einum hreyfli með hálft stél þó ég viti ekki til þess að það hafi verið sannað. Allar leiðslur insiglast sjálfkrafa ef þær rofna og ef vökvakerfi hennar bregst, er hægt að stýra henni með véldrifnum ailerons (íslenska orðið yfir þá er algerlega týnt út minni mínu) og stélvængjum en “aileron”-arnir eru næstum helmingur breiddar vængsins sem gerir hana mjög meðfærilega á lágum hraða. Einnig eru þeir tvískiptir og geta virkað sem loftbremsur.
Vélarnar á A-10 Thunderbolt II vélinni eru á einkar furðulegum stað ofarlega á búknum milli stéls og vængja, en þetta er til að minnka innrautt merki hennar, skýla hreyflunum fyrir skothríð, aðskotahlutum á flugbraut sem og að gera kleift að hafa kveikt á hreyflunum á meðan eldsneytis- og skotfæraáfyllingu stendur og gerir hana þarmeð styttri. Vélin var nefninlega líka hönnuð með það í huga að taka á loft, lenda á og vera þjónustuð á framlínuflugvöllum með takmörkuðum aðstöðum, stuttum og jafnvel löskuðum flugbrautum þetta gera sterkur lendingarbúnaður, lágþrýstidekk og stórir, beinir vængir með niðurfelldum endum henni kleift.
Þegar A-10 var upprunalega byggð, átti flugmaðurinn að stjórna öllu, en í gegnum árin hafa margar uppfærslur verið gerðar á vélunum til að bæta úr þessu, flestar á rafbúnaði vélanna. Þær innihalda nætursjónauka, lágflugs öryggis- og miðunarbúnaður (Low Altitude Safety and Targeting Enhancements “LASTE”) sem bætti við tölvustýrðum eiginleikum eins og “Ground Collision Avoidance System (GCAS)” sem varaði við yfirvofandi árekstrum við jörðu, kerfi sem jók stöðugleika meðan á afhleðslu skotfæra stóð og lágflugs sjálfstjórnunarkerfi, auk tölvustýrðs vopnastýrikerfis fyrir betri nákvæmni, GPS, nýa og endurbætta stjórntækjaeiningu með nýjum hugbúnaði.
Auk árlegrar skoðunar og stöðugs aðhalds, er æskilegt að hver vél sé máluð einu sinni á 8 ára fresti en þetta er gert í bæði Ogden Air Logistics Center og hjá Daimler-Benz í þýskalandi.
Heimildir:
Wikipedia
www.fas.org
Mynd:
www.fas.org