Daginn/Kvöldið,
ég er nokkuð ákveðinn í því að taka einkaflugmannsskýrteini eftir menntó, það er þó einn galli, ég er á félagsfræðibraut… ekki mikið af stærðfræði/eðlisfræði/efnafræði/náttúrufræði/líffræði o.s.frv.
getið þið gefið mér einhverjar (góðar) upplýsingar um námsefni, tölvuforrit, vefsíður, bækur, blöð, tímarit… hvað sem er til þess að fara að stúdera svona sjálfur á kvöldin. áður en maður byrjar að læra þetta allt saman
eitt enn, hvernig er atvinnuflugmannsnámið (tími, verð, lengd) er þetta svakalega þungt og afmarkað… ég veit auðvitað að allt svona nám er krefjandi en bara svona hversu þungt og mikið þetta er?
allt er betra en læknadeildin í HÍ…
Takk fyrir,
AR