Jæja. Þá getur maður endanlega lagt skírteininu næstu fimm árin. Eftir niðurskurð í greininni á þessu ári, var um 40 flugmönnum sagt upp hjá flugleiðum í dag. Þetta er svosem í takt við það sem er að gerast út í heimi, en þetta er endanlega það sem kemur mér í vont skap. Skýrteinið mitt er í dag álíka mikils virði og þriggjalaga dúnmjúki klósettpappírinn sem er inni á baði hjá mér.
Hvað haldið þið!!! Hversu langt haldið þið að verði þar til að maður geti byrjað að dusta rykið af skírteininu??
Ég persónulega var búinn að reikna með að fá vinnu myndi taka svona tvö ár, en reikna með svona fjórum núna.