Einkaflugmannsskírteini, PPL(A)
Réttindi
Einkaflugmannsskírteini veitir réttindi til þess að fljúga með vini og vandamenn hvert á land sem er í sjónflugsskilyrðum án endurgjalds. Einkaflugmaður sem hlotið hefur til þess þjálfun flugkennara, getur aflað sér aukin réttindi í einkaflugmannsskírteini s.s. fjölhreyflaréttindi, blindflugsréttindi, næturflugsréttindi og önnur réttindi. Þar má meðal annars minnast á ; stélhjólsréttindi, flugvélar með túrbínu, flugvélar með skiptiskrúfu, flugvélar með uppdraganlegan hjólabúnað og flugvélar með loftþrýstibúnaði. Einkaflugmaður sem ætlar sér að flúga afbrigðum af eins-eða fjölhreyflaflugvélum ber að afla sér mismunaþjálfunar á viðeigandi flugvél hjá flugkennara sem hefur til þess réttindi.
Inntökuskilyrði Flugskóla Íslands:
Lágmarksaldur: 16 ára.
Ef umsækjandi er ekki fjár- eða fullráða samkvæmt íslenskum lögum, ber honum að fá skriflegt samþykki forráðamanna fyrir náminu.
Sakavottorð: Hreina sakaskrá
Heilbrigðiskröfur: Nemandi þarf að hafa 1. eða 2. flokks heilbrigðisvottorð fluglækna til útgáfu einkaflugmannsskírteinis (Class 2 Medical).
Áður en flugnám er hafið mælum við með því að nemendur farir í læknisskoðun. Til þess að panta læknisskoðun skal hafa samband við Fluglækningastofnun S.5516900. Kostnaður vegna class 2 heilbrigðisvottorðs er 7500 kr. án hjartalínurits og 9500 kr. með hjartalínuriti, fyrsta skoðun er alltaf með hjartalínuriti. Fyrir class 1 heilbrigðisvottorð þarf aftur á móti að fara í 6 mismunandi skoðanir. Augnskoðun 3900 kr., fluglæknar 7500 kr. Aðrar skoðanir eru hjá LSP og höfum við ekki verðskrá yfir þær.
Hafa gott vald á íslenskri og/eða enskri tungu
Bóklegur hluti:
Kvöldnámskeið: Er 225 kennslustundir (150 klukkustundir) að lengd, kennt frá kl 1830 til kl 2200 á virkum dögum og stendur í um 12 vikur. Til þess að sitja bóklega námskeiðið þarf nemandi að vera orðinn 16 ára. Bóklegi hlutinn er metinn til u.þ.b. 6 eininga í framhaldsskóla.
Dagnámskeið/hraðnámskeið: Er 150 kennslustundir að lengd, kennt frá kl 1430 til 2000 á virkum dögum og stendur í um 6 vikur. Til þess að sitja bóklega námskeiðið þarf nemandi að vera orðinn 16 ára. Bóklegi hlutinn er metinn til u.þ.b. 6 eininga í framhaldsskóla.
Fögin fyrir bóklegt einkaflugmannspróf eru: Veðurfræði, Flugreglur, Flugeðlisfræði, Mannleg frammistaða, Almenn flugvélaþekking, Siglingarfræði, Starfshættir í flugi, Fjarskipti, Áætlanagerð og Afkastageta.
Verklegur hluti: Ljúka minnst 45 fartímum í flugvél, þar af minnst 25 tímum með kennara og minnst 10 einflugstímum. Einnig þarf að ljúka minnst 5 einflugstímum í yfirlandsflugi með minnst einu yfirlandsflugi sem nemur 270 km og gera þá að minnsta kosti tvær stöðvunarlendingar á tveimur flugvöllum öðrum en brottfararflugvelli.
Í lok náms þarf að standast verklegt færnipróf hjá Flugmálastjórn Íslands.
Ég las þetta einhver staðar en held að upp hæðinn á öllu þessu sem verið er að segja frá í greinin sékomið upp í milljón ;) + bækur ;)
Bætt við 1. október 2006 - 23:09
Verðskrá frá 1. september 2006
Flugvél Fullt verð
5% afsl.
10% afsl.
15% afsl.
C-152 / C-172 12.240 kr.
11.628 kr.
11.016 kr.
10.404 kr.
PA-44 35.700 kr.
33.915 kr.
32.130 kr.
30.345 kr.
ALSIM Flugaðferðaþjálfi 9.500 kr.
Kynnisflug á C-152/C-172, u.þ.b. 20 mín. 5.500 kr.
Tímaverð verklegra flugkennara
PPL
CPL
FI
ME/IR
4.212 kr.
4.622 kr.
4.882 kr.
5.292 kr.
Verðskrá námskeiða
Námskeið Verð
Bóklegt Einkaflugmannsnámskeið PPL(A) 140.000 kr.
Bóklegt Atvinnuflugmannsnámskeið ATPL(A) 650.000 kr.
Flugumsjónarmannanámskeið FOOL 250.000 kr.
Flugkennaranámskeið FI(A) bóklegt og verklegt 610.000 kr.
MCC áhafnasamstarf 345.000 kr.
Einkaflugmannspakki PPL(A)
Tímafjöldi
Pakkaverð
Fullt verð
Flugtímar C-152/C-172 45
468.180 kr.
550.800 kr.
Flugkennari í vél 45
189.540 kr.
189.540 kr.
Bóklegt námskeið og bækur
119.000 kr.
140.000 kr.
Samtals *776.720 kr.
*880.340 kr.
* Greiða þarf fyrir kennslu sem fer fram fyrir og eftir flug.
Tímalengd fyrir þá kennslu er yfirleitt frá 15 mínútum til tveggja klukkustunda.
Almennt
Afsláttarverð miðast við að gerður sé samningur milli Flugskóla Íslands hf. og viðkomandi í gegnum námsmannalínu Landsbanka Íslands. Aðili þarf að vera fjárráða, ella þarf fjárhaldsmaður að skrifa upp á samninginn við skólann og bankann.
Afsláttur er gefinn af gildandi verðskrá þegar flogið er.
Afsláttarverð reiknast eingöngu af tímaverði flugvéla. Allir kennarar Flugskóla Íslands hf. eru meðlimir í Félagi Íslenskra Atvinnuflugmanna (FÍA) og fá greitt samkvæmt samningi við FÍA. Flugskóli Íslands hf. getur ekki veitt afslátt af launum flugkennara.
Ekki er hægt að framselja inneign til annars aðila.
Athugið að greiða þarf sérstaklega fyrir endurtökupróf hjá Flugskóla Íslands hf. Kr. 3.850,- fyrir ATPL(A) og frá og með 1. júní 2006 kr. 2500 fyrir PPL(A). Þá þarf að greiða fyrir hvert próf hjá Flugmálastjórn.
Endurprentun á einkunnum kostar 1000 kr.
Verð er birt með fyrirvara um hugsanlegar villur og Flugskóli Íslands hf. áskilur sér rétt til að endurskoða verðskrána ef aðstæður breytast.
Enginn afsláttur er veittur af ALSIM flugaðferðarþjálfa, vegna ákvæðis um jafnan aðgang flugrekstraraðila að flugaðferðarþjálfanum.