Nú berast stórfréttir frá Vestmannaeyjum. Íslandsflug ætlar að taka Dornierinn í flug milli Lands og Eyja, eftir sérstakar áskoranir frá bæjarstjórn Vestmannaeyja. Einnig hefur bæjarstjórn lýst því yfir að öll flug á vegum bæjarins verði með Íslandsflugi.

Hvað kemur til ? Þekkir bæjarstjórnin Jórvíkurmenn ? Af hverju má ekki gefa þeim sjens þarna eins og í Patró fluginu ? “Ekki með traustan fjárhagslegan bakgrunn” ? Hvað með það ? Hvernig eiga þeir að koma sér upp “sterkri fjárhagsstöðu” ef þeir mega ekki fljúga ?

Hvað þýðir þetta fyrir Jórvík ? Berjast þeir bara helmingi meira, eða leggja þeir árar í bát.

Kristbjörn