Sælir allir ágætu veffélagar. Með aðstoð Landmælinga ríkisins
hef ég fengið þessa hnattstöðu á staðnum þar sem Andrews
hershöfðingi fórst 3. maí 1943 :

63° 53´ 10´´
´ 22 18´ 47´´

HÆÐ 280 m.

Það er vel þess virði að labba þetta þótt lítið brak sé eftir,
staðurinn er fallegur og afar víðsýnt. Ekinn er jeppaslóði
norður frá Festarfjalli og gengið síðustu 2 kílómetrana.
Mér finst vel viðeigandi að íslensk og amerísk stjórnvöld
reisi þarna minnisvarða um þennan heimssögulega viðburð , með
nöfnum þeirra sem fórust. Það hafa verið reistir minnisvaraðar
af minna tilefni.

Lib.