Nú þegar menn eru búnir að sjá svart á hvítu hversu mikinn skaða er hægt að gera með flugvélum, er nokkuð víst að það mun margt breitast, bæði í umfjöllun, viðmóti, rekstri, og… já öllu sem tengist flugi. Þetta mun án efa hafa mikil áhrif á alla sem tengjast á einhvern hátt flugi, hvort sem það er að ferðast með þeim eða vinna við flug á einhvern hátt.
Ég ætla að reyna að alhæfa ekki og mikið í þessari grein, og þær alhæfingar sem eru í greininni, eru mínar skoðanir. Vonandi fæ ég einhver svör byggð á rökum, en ekki skítkast, þótt einhver sé ósammála.
Það er alveg viðbúið að það eigi einhver samdráttur eigi sér stað, því fólk lítur á flugvélar með nýjum augum. Ég er amk búinn að líta meira til himins eftir þessa atburði en áður, og samt er ég mjög kunnugur flugi. Það er bara einhvernegin önnur tilfinning núna. Hvað ef?? Ég geri mér grein fyrir að við erum á Íslandi, en þetta á bara eftir að grafa sig svo djúpt í vitund fólks, að þetta kemur til mað að hafa áhrif á alla sem fljúga.
Fyrir okkur sem erum nýbunir að klára okkar flugnám, er samdráttur vissulega slæmar fréttir, þótt það sé sjálfselska að hugsa svoleiðis á þessari stundu.
Fyrir þá sem ferðast, þá kemur allt til með að taka meiri tíma, amk þeir sem ferðast erlendis. Það er samt alveg eins víst að það verði líka innanlands. Það hljómar kannski fjarstæðukennt, að þurfa að ganga í gegnum málmleitarhlið þegar maður er að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar, en þetta er ekki svo fráleitt. Ísland kemur til með að fylgja heiminum í þessum efnum, og ef ICAO eða JAA segja að slíkar öryggisráðstafanir eigi að vera í innanlandsflugi líka, þá verður það líka á Íslandi.
Aðgangur að flugvöllum gæti líka verið mun takmarkaðari en hingað til. Þið sem hafið farið niður á völl til að skoða vélar vitið hvað ég meina. Hérna í Reykjavík er t.d. hægt að fara niður á völl og skoða vélar sem eru að millilenda á leið yfir hafið. Það er meira að segja hægt að labba upp að vélunum og skoða þær, labba í kringum þær, án þess að nokkur fylgist með manni.
Það er ekkert ósennilegt að það verði bráðum hlutur sem tilheyri fortíðinni. Jafnvel einkaflug. Þótt ég sjái varla hvernig það sé framkvæmanlegt, en þá má vel vera að eigendum véla sé gert að kaupa eða framkvæma einhverskomar gæslu á sínun vélum.
Allir NYMBYar eiga eftir að ærast yfir flugvellinum sem þeir sjá út um gluggan sinn. Ég trúi því amk að ef þessir hræðilegu atburðir hafðu átt sér stað fyrir kosningarnar um Reykjavíkurvöll, þá hefði mikill hluti umræðunnar leiðst út þá þessa braut. Þótt að þessir atburðir séu ekki beint tengdir völlunum sjálfum, þá er þetta hlutur sem margir hefðu á einhvern hátt tekið með í reikninginn við atkvæðagreiðsluna. Það er svosem alveg skiljanlegt að ef þú býrð nálægt flugvelli, og sérð hriðjuverkamann á hverri flugvél sem er að koma til lendingar, þá er hugarró þín mjög takmörkuð.
Þeir sem kenna flug. Getur verið að þeim verði gert að kanna bakgrunn nemenda sinna með einhverjm hætti. Það að fara í kynnisflug verður kannski ekki einfallt mál. Hins vegar er annað mál að það er erfitt að segja hver má og hver ekki, en hvernig, og hvort, það verður gert, þá er það alveg möguleiki.
Það eitt að fá að kíkja framí er allavega hlutur sem verður ekki lengur. Fyrir þá sem það ekki vita, þá er hægt að læsa stjórnklefanum innan frá. Það er ekki ólíklegt að stjórnklefar véla verði læstir frá flugtaki til lendingar héðan í frá. Og jafnvel að hurðin sem lokar klefanum verði styrkt, þannig að það sé ógerlegt að sparka henni upp, eða skjóta hana upp með einhverskonar skotvopnum. Það gæti reynst kvöl fyrir flugmenn á löngum leggjum, að geta ekki rétt úr sér, fengið kaffi eða jafnvel farið á klósettið, en þetta hlýtur að teljast líklegt.
Þjálfun flugliða kemur til með að breitast. Þið sem þekkið til ísraelska flugfélagsins El Al, vitið að þar eru allir flugliðar þjálfaðir í bardagalistum. Þá er ég bara að meina sjálfsvörn, heldur alvöru bardagalistum. Þó það séu ekkert upplýsingar sem þeir auglýsa, þá er nokkuð vitað að herinn sér að miklu leiti um þjálfun flugliða. Þar eru einnig alltaf vopnaðir verðir um borð, og flugmennirnir eru vopnaðir, og læsa sig alltaf inni í stjórnklefanum. Þótt þetta verði varla svona allstaðar, þá verður þjálfun að einhverju leiti breitt eða bætt. Allavega er nokkuð víst að það að hlýða flugræningjaun í einu og öllu, er ekki það sem menn líta eins á framar.
Allt þetta og fleira sem ekki er getið hér kostar peninga. Það er að sjálfsögðu meiri rekstrarkosnaður fyrir flugfélögin, sem þýðir bara hærri flugfargjöld. Það er ekki hlutur sem fólk vill heyra, en þótt ég tali ekki fyrir alla, þá held ég að flestir séu tilbúnir að greiða einhverjum þúsundköllum meira fyrir farmiðann til að fá aðeins meiri hugarró meðan á flugi stendur. Henni hefur verið raskað nóg.