Það var gaman að fljúga “ low pass” yfir þessa síðu. Það var
aldrei ætlunin að vera með neitt listflug. Aðal ástæðan fyrir
veru minni hér var að ég vildi aðstoða afkomendur þeirra sem
fórust með B-24 Andrews hershöfðingja ,því það atvik hef ég
töluvert rannsakað. Einhvernveginn hef ég svo dregist inní
umræðuna og haft gaman af, enda aflað mér þekkingar á flugmálum
um áratugaskeið. Og það skal segjast hér, að það er ekki alltaf
stærðin sem skiptir máli. Mínar bestu flugstundir hafa verið
á gamla góða “ Skyhawk”. Þakka ykkur spjallið kæru félagar.-
Fresca ,- kann vel við þig! Hina bið ég afsökunar á
“ hryllingssögunum”. Punktasöfnun skiptir mig engu máli ,-
Fresca þú mátt eiga mína punkta.! Að lokum smá upplýsingar
um “ nafna minn” , hinn raunverulega Liberator.:

- Framleiðandi Consolidated ofl.
- Long range bomber , áhöfn 10 , B-24 J :
- Hreyflar : 4 P&W twin wasp R-1830-65 , 1200 hp. 14 cyl.
- Vænghaf 33,5 m., lengd 20,5 m. hæð 5,5 m. , vængflötur 97,4m2
- Þyngd tóm : 16800 kg. , hlaðin 29500 kg.
- Hámarkshraði 467 km/kls. . max klifur 274m/min. max.flughæð
28000 fet.
- Flugdrægi : á 300 km/kls. 3500 km, með 2300 kg. sprengjufarm.
- Vopn : 10 Browning vélbyssur ( +sprengjur)
- Fyrsta flug : XB-24 des. 1939.

Stutt um B-24 : Þetta var hávængja með sk. “ Davis” væng sem
gaf henni mikið flugdrægi og B-24 var eina vélin sem gat elt
kafbáta þjóðverja út á mitt Atlantshaf. Hún þótti nýstárleg og
var dýr í framleiðslu ,- allt rafdrifið. En hún var erfið í
stjórn og ef hún missti mótor ,eða tvo, var hún miklu erfiðari en
B-17 , sem hún átti þó að leysa af hólmi og vera betrungur.
Hún barðist á öllum vígstöðvum um allan heim , var framleidd í
fleiri eintökum en nokkur önnur amerísk hervél. Orustuflugmönnum
þjóðverja þótti auðveldara að skjóta B-24 niður en B-17 ,-
kviknaði auðveldar í henni. Þess má geta að fyrsta farþegaflug
frá Reykjavík til Evrópu (Skotlands) var með gamalli , breyttri
sríðslúinni B-24 og var sú ferð söguleg . ( sjá “Skrifað í skýin”)


7. sept.2001 , Liberator

ps. hef sent mynd af B-24 inn á þessa síðu , en það er eins
og það hafi mistekist , eins og svo margt annað .

……..over and out.