Sælir hugarar
Ég ákvað að skoða aðeins hvað flugfélögin bjóða upp á í flugi frá Keflavík og til London fram og til baka, einnig hvað “one way” miðarnir hjá þeim kosta. Eftirfarandi mun ég skoða í þessari grein: Flug fram og til baka samdægurs, farið á fimmtudegi og komið heim á sunnudegi, eða annað sambærilegt. Mun ég skoða þetta hjá eftirfarandi flugfélögum: Icelandair (www.icelandair.is) Iceland Express (www.icelandexpress.com) og British Airways (www.ba.com), einnig mun ég skoða önnu flugfélög til létts samanburðar:
Icelandair er gamla Flugleiðir og þar á undan Loftleiðir, einnig er þetta fyrrverandi ríkisflugfélag. Þeir fljúga á Heathrow sem er stór flugvöllur og eiginlega nauðsynlegt að fljúga á hann ef þú þarft að taka tengiflug. Icelandair eru á einum versta stað á Heathrow flugvellinum, þannig þú þarft að halupa um flugvöllinn til að ná tengifluginu þínu, þetta er allt gert til þess að spara pening. Þeir eru einnig með mjög góðan samning við Boeing verksmiðjurnar á afhendingu og verði á flugvélum frá þeim. (Alltaf gott að vera frá litla Íslandi).
Iceland Express fljúga á Stansted flugvöll í Lundúnum, ég hef reyndar ekki flogið með IE til Lundúna en ég hef farið með þeim til Danmerkur og hef ekkert út á það að setja. Fyrsta flugfélag á Íslandi sem er ekki rekið á ríkisstyrkjum og fljúga út fyrir landsteinana. Þannig þeir fá prik
British Airways fljúga á Gatwick flugvöll að ég held, þeir fljúga reyndar ekki alla daga eins og áðurnefnd flugfélög, þeir fljúga semsagt ekki á þriðjudögum og fimmtudögum. Hef heldur ekki flogið með þeim enda rétt svo byrjaðir að fljúga þessa leið en samkeppni er góð þannig þá fá prik.
Byrjum á að skoða flug til London og heim samdægurs:
Icelandair bjóða bara upp á Saga Class á þessari leið og mun hún kosta 81.830 með öllum sköttum í dollurum (miðað við að gengið sé 73) $1121 myndi flugið kosta
Iceland Express myndi kosta 30.925 eða $423 með sköttum
British Airways býður ekki upp á þennann möguleika
Þannig að verðmismunur á fyrirtækjunum tveimur á þessum leiðum er 50.905 krónur eða $698
Næsti möguleiki “one way ticket” (leyta af ódýrustu verðunum)
Icelandair: Bjóða bara upp á Saga Class á þessum leiðum og mun þar af leiðandi kosta 77.720 krónur eða $1065 með sköttum
Iceland Express: Ódýrasti miði með sköttum 13.365 eða $183
British Airway: Einnig ódýrasti miði með sköttum 15.445 eða $212
Þannig að munurinn á ódýrasta og dýrasta fargjaldi hérna er 64.355 eða $882
Núna skulum við fara í þann pakka út á fimmtudegi og heim í sunnudegi en þar sem BA býður ekki upp á þann möguleika þá setjum við þá á miðvikudag til sunnudags.
Icelandair: Út á fimmtudegi og heim á sunnudegi (ódýrasti kostur með sköttum) 33.140 eða $454
Iceland Express: Út á fimmtudegi og heim á sunnudegi (ódýrasti kostur með sköttum) 29.045 eða $398
BA: Út á miðvikudegi og heim á sunnudegi (ódýrasti kostur með sköttum) 27.185 eða $372
Hérna hefur BA vinninginn en ekki munar miklu, mismunurinn fer þó fljótt þegar þú þarft að fá þér hótel og mat fyrir einn extra dag, ekki munar miklu á flugfélögunum.
Allar dagsetningar eru settar í júlí þegar mesti ferðamannastraumurinn er og fargjöld aðeins dýrari í einhverjum tilfellum.
Mesti mismunurinn kemur þá fram í samdægurs ferðum og “one way” þar sem fargjöldin eru næstum því óskiljanleg því að Icelandair skikka viðskiptavini sína til að vera á fyrsta farrími, sem er svo sem notalegt en ekkert nauðsynlegt á rúmlega 2 tíma flugi (minnir að flugið sé eitthvað um 2 tímar) Þannig þú það er enginn lúxus að vera á fyrsta farrími á svona stuttum flugleiðum, myndi skilja það á 14-18 klst flugleiðum svo sem frá London til Sao Paulo(14,5klst) eða London til Buenas Aires(18klst)
Einnig skal tekið fram að ég er ekki að vinna hjá neinu af þessum flugfélum var aðeins að leita af ódýrustu flugjöldunum fyrir föður minn til og frá London samdægurs, þó með því skilyrði að hann fari heim í gegnum Heatrhow flugvöll.