Sæl verið þið
“Kanar eru klikk” hefur löngum verið haft að orði, sérstaklega
þegar fréttir berast af dómsmálum vestra. Nú eru þeir
endanlega gengnir af göflunum.
Í stuttu máli er sagan þannig. Í ágúst 1989 reyndi flugmaður
að lenda á stélhjólsvél (Cessna 185) í hliðarvindi. Hann
klúðraði lendingunni, gaf í (með fulla flapa og nefið trimmað
upp) og ætlaði að framkvæma “góaránd”. Að sjálfsögðu
stallaði vélin og krassaði úr lítilli hæð. Flugmaður og farþegar
brenndust illa, og einn farþegi hlaut mænuskaða.
Núna, 12 árum seinna hefur dómstóll í Flórída komist að
þeirri niðurstöðu að slysið hafi orðið sökum galla í
sætisfestingum, og sætið hafi runnið aftur, og flugmaðurinn
þar með togað stýrið aftur og stallað þannig.
Rannsóknarnefnd Flugslysa (NTSB) komst að þeirr
niðurstöðu að slysið hefði orðið vegna mistaka flugmanns.
Það var ekkert sem benti til þess að sætisfestingarnar hefðu
verið að klikka. Samt sem áður dæmir dómstóllinn Cessna til
að borga 480 milljónir dollara í bætur. FJÖGUR HUNDRUÐ
OG ÁTTATÍU MILLJÓNIR !! Þetta eru ca 50 MILLJARÐAR
króna. Eftir að Cessna hóf aftur að framleiða einshreyfils
vélar hafa þeir framleitt 3.500 vélar. Þetta eina slys kostar þá
ca. 15 milljónir á hverja flugvél sem þeir hafa framleitt síðustu
árin.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að það eru fáir sem
framleiða flugvéar í dag, og það þora fáir að koma fram með
nýjungar.
Hér fylgir safn af linkum á umfjöllun um þennan dóm.
http://www.aopa.org/whatsnew/newsitems/2001/01-3-051x.ht
ml
http://www.avweb.com/newswire/news0134a.html#3
http://www.avweb.com/newswire/news0134b.html#3
http://www.avweb.com/toc/avmail.html
http://web.wichitaeagle.com/content/wichitaeagle/2001/08/17/
business/0817cessna_txt.htm
http://www.overlawyered.com/archives/01/aug3.html#0824b
http://www.pprune.org/cgibin/ultimatebb.cgi?ubb=get_topic&f=
53&t=000785
http://www.pprune.org/cgibin/ultimatebb.cgi?ubb=get_topic&f=
53&t=000775
með kveðju,
Kristbjörn - athugar “Seats and belts-locked and secure” fyrir
hvert flug