Það eru svör við flest öllum spurningunum hér á www.flugskoli.is þar er einnig hægt að nálgast verðskrá o.s.fr. Landsbankinn bíður flugnemum frekar hagstæð lán. Þó nokkuð af flugmönnum hafa farið inn hjá IcelandAir með 400 - 500 tíma. Varðandi tegundaáritun held ég að það sé sú sama fyrir 747 og 757 (leiðréttið ef ég hef rangt fyrir mér) Flest flugfélög greiða þann kostnað fyrir flugmennina sína, þó eru til dæmi um að menn hafi farið út og fengið tegundaáritunina upp á eigin spýtur. (inn í því er eitthvað nám og 3 takeoff og lendingar-minnir mig) Flestir taka kennararéttindin eftir ATPL.
Ekki eru allir flugskólar JAR-approved þannig að það þarf að gæta vel að hvaða skóla maður velur. Þó hef ég heyrt að flugmálastjórn sé mjög “lípó” í þessum JAR málum.
Þó nokkuð af Íslendingum eru við nám í Naples Air Center og mig minnir að Comercial Pilot pakkinn kosti þar um $30-35000. Allt um það á
http://www.naplesaircenter.com/Hér er einnig heimasíða mjög hressa stráka sem eru að læra atvinnuflugið þar:
www.blog.central.is/topguns
-endilega kíkið á “Naked-Cockpit” vídjóið :)
Kostirnir við námið þarna úti er að það er flogið nánast alla daga allt árið um kring og námið er heldur ódýrar en til að mynda hjá Flugskóla Íslands. Á móti kemur að fasteignaverðið í Naples er um 80% yfir meðal fasteignarverði í BNA þannig að það er frekar dýrt að leigja þarna.
Námið hjá þessum strákum tekur eitt ár en ég held að það taki tvö ár hjá FÍ.
Kveðja.